Nú reynir á jákvæðan vilja Vinstri stjórnarinnar gagnvart Suðurnesjum.

Á dögunum hélt ríkisstjórn fund hér á Suðurnesjum. Staðsetning fundarins var til að sýna Suðurnesjamönnum að Vinstri stjórninni væri mjög umhugað um hag íbúa Suðurnesja. Fram kom hjá forystumönnum Samfylkingar og Vinstri grænna að þeir vildu slíðra sverðin og nú tækju menn höndum saman og ynnu að atvinnusköpun á svæðinu.

Nú reynir á þennan jákvæða vilja stjórnvalda eftir að Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti að skora á samgönguráðherra að veita ECA flugþjónustuverkefninu brautargengi.

Miðað við þau fallegu orð og fyrirheit sem Vinstri stjórnin gaf Suðurrnesjamönnum fyrir örfáuum dögum verður ekki öðru trúða en þessi beiðni Reykjanesbæjar renni ljúflega í gegn. Í framhaldinu munu skapast fjölmörg ný störf hér á Suðurnesjum.

Fyrirfram þakklæti til Ögmundar og Vinstri stjórnarinnar.


mbl.is Reykjanesbær skorar á ráðherra vegna ECA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þó einn punktur sem ég hef aldrei heyrt útskýringar á. Það er: Hversu mörg störf af þessum heildarstörfum eru flugvirkjastörf? Það eru mjög fáir flugvirkjar atvinnulausir á Íslandi í dag. Þyrfti þá að flytja inn þetta vinnuafl?

Mekkz (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 13:54

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú ert ótrúlega bjartsýnn Sigurður :)

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 16:31

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Varla hefur Vinstri stjórnin verið að grínast með jákvæðnina. Eða var þetta bara allt í plati?

Sigurður Jónsson, 12.11.2010 kl. 17:08

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þeir hafa nú platað áður..... sbr stöðugleikasáttmálinn í fyrra.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.11.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband