Ögmundur vill hætta skrípaleiknum í ESB og hefja viðræður í stað aðlögunar.

Taugatitringur er orðinn mikill í herbúðum Vinstri grænna. Fleiri og fleiri á þeim bæ sjá að Samfylkingin er að draga þau á asnaeyrunum inní ESB. Í stað viðræðna fer nú fram aðlögun. Ýmsum toppum er boðið í fínar ferðir með öllu tilheyrandi og þeim sýnt spariandlit ESB. Teygja skal lopann eins og með þarf til að sannfæra fleiri og fleiri um gæðastompil ESB. Ekkert verður til sparað til að reyna að lokka Ísland með sín góðu fiskimið og orku í ESB.

Ögmundur Jónasson vill nú hætta þessum skrípaleik. Hætta aðlögun og taka upp alvöru viðræður og gefa því tvo mánuði. Takist samningar greiði þjóðin atkvæði um það í framhaldinu.

Auðvitað er ekkert vit í að Samfylkingin komist upp með þessa aðlögun að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2010 kl. 19:46

2 identicon

Ég átta mig ekki alveg á því hvað menn eru að tala um þegar þeir segja  að við séum í aðlögunarferli en ekki umsóknarferli. Ég veit að við höfum tekið upp ýmsar reglugerðir frá því við gerðumst aðilar að EES. Var það aðlögunarferli? Hvaða breytingar eða reglugerðir, sem flokkast sem aðlögun, höfum við tekið upp síðan við lögðum inn umsóknina? Getur þú Sigurður nefnt dæmi um slíkt?  Ég yrði mjög þakklátur fyrir slíkar upplýsingar ef þú hefur þær.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 20:54

3 Smámynd: Púkinn

Eh, ESB vill ekki "aðildarviðræður" fyrrr en aðlögunarferlinu er lokið - og við höfum t.d. gert breytingar á landbúnaðarstyrkjakerfinu hér til að það samrýmist ESB kerfinu. 

Púkinn, 14.11.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband