Því miður ófært,vinsamlegast athugið seinna í dag.

Á sínum tíma þegar maður átti pantað með flugi til eða frá Eyjum var nauðsynlegt að hringja til að athuga hvort flugfært væri. Þá var svarið gjarnan,því miður ófært en hafið samband aftur eftir tvo klukkutíma.Þannig þurftu Eyjamenn oft að bíða jafnvel dögum saman til að athuga hvort hægt væri að fljúga.

Þegar reglulegar siglingar hófust til og frá Þorlákshöfn var það mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn og aðra. Það var því mikið tilhlökkunarefni að enn eitt skrefið var í sumar stigið til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Að minnsta kosti hélt maður að svo væri.

Ég var einn af þeim sem hafði mikla trú á þessari siglingaleið og taldi það verða til mikilla hagsbóta. En nú þurfa að koma fram skýringar. Erum við virkilega að fara aftur á það stig sem flugið er. Þarf að hringja til að athuga hvort fært sé með Herjólfi? Nú var fyrir örfáuum dögum upplýst að búiða væri að dýpka nóg ti að Herjólfur gæti siglt til Landeyjahafnar. Nú verður hugsanlega að hætta við fyrstu tvær ferðirnar á morgun vegna þess að ölduhæð verður of mikil.

Það er kannski eðlilegt að leggja verði ferðir niður í fárviðri, en ekki spáir neinu slíku.

Þolinmæði Eyjamanna hefur verið mikil síðustu vikurnar því auðvitað vilja menn hafa trú á þessari nýju leið, en það hljóta að vera takmörk. Það verða allavega að koma skýringar. Kannski verður aðm vera ein örugg ferð daglega til og frá Þorlákshöfn í vetur og svo aukalega í Landeyjahöfn þegar hægt er.

Vonandi eru þetta samt byrjunarörðugleikar með Landeyjahöfnina og að hún verði sú mikla samgöngubót sem að var stefnt.


mbl.is Óvíst með Herjólf í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll já með því að færa ánna um nokkra kílómetra og moka trilljón tonnum af sandi og plægja frá innsiglingunni þá verður hægt að fara eina og eina ferð þegar gott er í sjóinn

Sigurður Haraldsson, 15.11.2010 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband