Vilja 92% Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn?

Stundum eru niðurstöður í könnunun svolítið einkennilegar. Nú er því slegið upp að 38% vilji ekki Sjálfstæisflokkinn í ríkisstjórn. Þrátt fyrir þetta nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 35% stuðnings meðal kjósenda.

Aðeins um 8% vilja ekki Framsóknarflokkinn í rísstjórn samkvæmt þessari könnun. Ef draga á þá ályktun að 92% kjósenda vilji hafa Framsókn í ríkisstjórn ner merkilegt að flokkurinn skuli ekki njóta nokkurs fylgis meðal kjósenda.

Merkilegt væri einnig að sjá niðurstöðu ef spurt hefði verið, hvaða flokk vilt þú hafa í ríkisstjórn.

Það gæti orðið fróðlegt að bera þessa niðurstöðu saman við það sem kæmi út væri spur um óska flokk í ríkisstjórn.


mbl.is Flestir vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki misskilja spurninguna...

Þó svo 7,8% vilji síst framsókn þýðir það alls ekki að 92% vilji framsókn í ríkisstjórn.... það gefur augaleið og annað er út úr snúningur.

38% vilja EKKI Sjálfstæðisflokkinn og 35% styðja flokkinn... Það sýnir og sannar að það eru mjög skiptar og ýktar skoðanir á Sjálfstæðisflokknum þar sem einungis 27% eru hvorki hlynntir né alfarið á móti flokknum.

Framsóknarflokkurinn verður mjög oft upp á milli hluta þegar svona spurningar eru bornar fram á borð þar sem margir hafa ekki einu sinni fyrir því að fara upp á móti honum þar sem hann er bara eins og ryð á Alþinginu. Hinsvegar er ég alveg sammála þér að það væri fróðlegt að bera þessar niðurstöður saman við þær hvað flokka fólk langar til þess að sjá í ríkisstjórn. Miðaða við ástandið í dag þá tel ég samt að þær niðurstöður myndu ekki endurspegla vilja þjóðarinnar, ef sá vilji er fyrir hendi aðrar en bara miklar breytingar.

Það kemur mér á óvart, þar sem þú skrifar um þig að þú sért reynslumikill í blaðaskriftum og pólitík, að þú skyldir taka niðurstöður úr þessari rannsókn og reyna að snúa út úr þeim til að gera þær ótrúverðugri. Ef þú hugsar betur út í spurninguna og tölurnar sem úr þeim komu þá eru nú engin geimvísindi að fatta að Framsóknarflokkurinn hefur ekki 92% fylgi.

Jökull Torfason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er nú dálítið sammála síðuritara í því að þessi skoðanakönnun er nú meira í brandarastílnum en algengt er að sjá. Og er þó margt skondið á ferðinni síðustu missirin í pólitísku efni.

Árni Gunnarsson, 18.11.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband