Hvað ætli Steingrímur J. hefði kallað svona vinnubrögð hér áður fyrr?

Forystumenn Vinstri stjórnarinnar hafa gefið sig út fyrir að vera fulltrúar allt annarra vinnubragða heldur en þeirra sem hafa verið svo algeng á Íslandi. Vinstri stjórnin hefur talað um fagleg vinnubrögð í stað einkavæðingar og klíkuskapar. Ákvarðanir væru teknir með hliðsjón af því hvað menntaðir ráðgjafar legðu til.

Allt hljómar þetta óskup fallega. Undir Vinstri stjórn rís hið nýja Ísland laust við allt sukk,einkavinavæðingu og spillingu.

Það kemur því aldeilis á óvart að sjá fréttina í Fréttablaðinu í morgun að Steingrímur J. og Árni Páll hafi sem ráðherrar kokkað saman að greiða vegna meðferðarheimilis í Aðaldal 30 milljónir króna, þrátt fyrir andstöðu Barnaverndarstofu,. Ekki var leitað álits lögfræðings um skyldu ríkisins varðandi þessa greiðslu.

Er þetta dæmi um hin faglegu og gagnsæju vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar? Eða er þetta dæmu um hin sígildu gömlu vinnubrögð um klíkuskap og einkaákvarðanir ráðherra til þeirra sem þeir telja eiga skilið svona greiðslur.

Fróðlegt verður að heyra skýringar ráðherra í þessu máli.

Í hvaða kjördæmi ætli Aðaldalur sé?

 


mbl.is Ráðherrar sömdu þrátt fyrir mótmæli Barnaverndarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hann hefði kallað þetta spillingu og kjördæmapot!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 22.11.2010 kl. 09:48

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Sigurður í fréttum í morgun var talað um að þetta væri kjördæmi Steingríms og orðið FORSENDUBRESTUR hefði verið notað sem skýring á þessu. Ekki að forsendubresturinn hefði komið til vegna þess að samningum var sagt upp vegna þess að uppvíst varð að kynferðisleg misnotkun átti sér stað á þessu BARNAVERNDARHEIMILI....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.11.2010 kl. 11:34

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir Norðausturkjördæmi kjördæmi Steingríms J Sigfússonar!

Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 12:05

4 Smámynd: corvus corax

Mér sýnist Steingrímur Joð ætli að slá Davíð Oddssyni við í gerræðislegum ákvörðunum, einkavinahyglingu og spillingu.

corvus corax, 22.11.2010 kl. 16:01

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er ekki það sem við viljum og þá um leið ekki lýðræðislegt! Okkur ber að koma stjórnvöldum frá en ekki vera endalaust að hræðast það sem kemur í staðinn því að það getur vart versnað!

Sigurður Haraldsson, 22.11.2010 kl. 16:53

6 identicon

Skömm að þessu og afsakanir hans á þingi eru lágkúrulegar. Hann átti að leita sér ráðgjafar þar sem hann hefur ekki hundsvit á þessu og þó svo að hann hefði eitthvað vit á málinu. Held að völdin hafi stigið manninum til höfuðs. Þarf varla að eyða orðum í Árna Pál í þessu sambandi - hann hefur margsýnt það að hann fer ekki eftir bókinni.

Sammála Sigurði Haraldssyni.

Eva Sól (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband