Þar með fór hrósið í garð Ólafs Ragnars.

Í síðasta pistli mínum hrósaði ég Ólafi Ragnari,forseta,fyrir að hafa sagt það á erlendri grundu að almenningur á Íslandi fengi að greiða um það atkvæði ef íslenskir ráðamenn ætluðu enn á ný að skrifa undir tugmilljarða skuldbindingu vegna Icesavereikninga gamla Landsbankans.

Því miður stóð hrós til forsetans ekki lengi. Eins og ávallt þegar Ólafur Ragnar segir eitthvað við erlenda fjölmiðla fylgir í kjölfarið leiðrétting þar sem dregið er úr fyrri yfirlýingu. Sagt að fjölmiðlar hafi misskilið,rangtúlkað eða oftúlkað.

Nú er Ólafur Ragnar frábær tungumálamaður,þannig að það ætti að vera auðvelt fyrir hann að gera sig skiljanlegan. Aftur á móti er það óskiljanlegt að hann skuli ekkert meina með yfirlýsingunum eða þannig lítur það allavega út.

það liggur alveg ljóst fyrir í hugum almennings að við eigum ekki að taka á okkur milljarða skuldir vegna Icesave sukksins í Bretlandi og Hollandi.

Þjóðin verður að treysta á að Ólafur Ragnar vísi aftur nýjum Steingrímssamningi til afgreiðslu þjóðarinnar.


mbl.is Segir forseta ekki taka afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband