Heimabrugg í boði Steingríms J.

Steingrímur J. ætlaði að sópa inní ríkissjóð meiri peningum með því að hækka áfengið snarlega. Stengrímur J. hefur verið drjúgur við að hækka áfengið en afleiðingarnar eru óskup einfaldar. Fólk dregur úr neyslu þeirra drykkja sem fást í ÁTVR. Það þýðir samt ekki að áfengisneysla dragist saman í landinu. Margir hafa tekið það ráð að halda sig við heimilisiðnaðinn og framleiða létt og sterk vín til eigin nota. Aðrir sjá sér svo leik á borði og fara í samkeppni við ÁTVR með landa. Það er aðeins lítið brot sem lögreglan nær að góma, þannig að það er verulegur iðnaður sem á sér stað.

Já, þessi skattpíningarstefna Steingríms J. skilar ekki tilætluðm árangri eins og dæmin sanna. Til viðbótar þessu varðandi áfengið eykst svo alls konar svört vinna,þannig að þar tapar ríkið einnig skattpeningum.

 


mbl.is 1200 lítrar af heimabruggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Þetta er svo meingölluð hugmyndafræði hjá VG og vinum. Þótt svo dæmin sanni að þetta er ekki að skila tilsettum árangri skal samt haldið áfram að þyngja byrgðarnar. Hvar eru mannréttindin?

Óskar Sigurðsson, 1.12.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég get vel  tekið undir þetta hjá þér Sigurður, en afhverju var það samt svo í stjórnartíð sjalla (18 ár) að áfengi var samt dýrast í allri evrópu á íslandi ?  er þetta ekki kallað að kasta steinum úr glerhúsi ?

Óskar Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Alveg rétt. Það hefr löngum verið stefnan að hafa áfnegi dýrt hér á landi, svona í forvarnarskyni.Reyndar fáránleg stefna t.d. varðandi bjór og léttvín. En þá þess heldur var ekki ástæða til að ganga enn lengra í hækkunum. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að skattpína almenning mikið á öllum sviðum.

Sigurður Jónsson, 1.12.2010 kl. 14:24

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skattar á áfengi skipta engu málu úr þessu.. og sem forvarnarstefna er þetta afspyrnuheimskulegt því ungafólkið fer bara í hassið í staðinn sjá til.

Ég bý í landi þar sem áfengi er álíka dýrt og á íslandi, það er yfirleitt tómlegt í ríkinu hér en ef maðrur fer yfir landamærin til svíþjóðar er mikið að gera þar í ríkinu.. ekki drekka svíar meira en norðmenn og ekki drekka norðmenn meira en íslendingar.. 

Þessi stefna er gjaldþrota hvernig sem á hana er litið!

Óskar Þorkelsson, 1.12.2010 kl. 14:30

5 identicon

Svona fer yfirleitt þegar að menn kunna ekki að reikna, svipað og Nágrímur NEI-kvæði sem frægur fyrir að reikna með línulegum skilum.

Forvarnarstefna hefur aðeins svo mikið að segja ef engin menning er fyrir hendi.

Skoðum nágrennið.

Danmörk. Áfengiskaupaaldur fyrir bjór og léttvín er 15 ár.

Holland. Áfengiskaupaaldur 16 ár. Skattlagt eins og önnur matvara.

Nágrímur steig í pontu (já hann var á Alþingi þá líka) og boðaði að með bjórnum kæmi botnlaus dagdrykkja og ölvun almennings alla vikuna.....

Eftir því módeli ættu flest lönd í Evrópu að vera með lágan lifialdur, hræðilega hátt hlutfall áfengistengdra sjúkdóma og almenna vesöld.

Sú er bara ekki raunin.

Raunin er sú að hér á landi hafur alltaf þótt þægilegt að sækja á sömu mið í skattamálum og skatta áfengi, bensín og tóbak uppúr öllu valdi. Pólitíska samfélægið og batteríið þar á bakvið er uppfullt af þverum kreddufullum kerlum og fauskum sem vita í raun lítið um það sem gerist á meðan almennings hér heima og/eða í Evrópu enda búnin að vera hver með höfuðið uppi í rassinum á hvor öðrum í áratugi.

Hér vantar menningu, almenna fræðslu og upplýsingar.... ekki valdanýðslu kreddufullra afturhaldsseggja sem vilja neyslustýra öllu!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 15:36

6 identicon

Lagast ekki svona firra fyrr enn sett er í stjórnarskrána að gjöld fari aðeins í kosnað vegna verkefnis eins og áfengisgjald fari aðeins í samband við áfengisneyslu og forvarnir ekki sem skattur skatta skulu gerðir á alþingi gjöld skulu ekki safna sjóði sjóður bíður upp á spillingu .og engin veit hvað skatt þörfin er .

bpm (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:08

7 identicon

Dáltið merkilegt að kenna stjórnvöldum um lögbrot.  Var þá ekki Davíð Oddssyni að kenna allur landinn sem flaut á öndverðum ríkisstjórnarárum hans?  Er þá Árni Jónsen saklaus þegar allt kemur til alls, en þeir andskotar sem héldu freistingunum að honum, og höfðu af honum hans réttmæt laun, hinir svívirðilegustu lögbrjótar? Eru þá ekki umferðarlagabrot Ögmundi að kenna?

Hvaða stjórnvaldi eigum við að kenna Tyrkjaránið?

Tobbi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband