Bankastjóri Landsbankans hafði engin rök.

Það hafa örugglega margir verið undrandi sem horfðu á þáttinn Návígi á RUV í gærkvöldi. Þar ræddi Þórhallur við bankastjóra Landsbankans.

Það var skelfilegt að hlusta á bankastjórann reyna að réttlæta hvernig bankinn gat samþykkt að heimila aðila sem fengið hefur tugmilljarða afskrifaða að fá einn milljarð að láni hjá Landsbankanum.

Hreint ömurlegt að hlusta á bankastjórann.

Ekki gekk bankastjóranum betur að rökstyðja hvers vegna afhenda á lífeyrissjóðunum Húsasmiðjuna, Blómaval og fleir fyrirtæki án nokkurrar auglýsingar. Hvað varð um gagnsæið sem boðað var. Hvers vegna var ekki látið reyna á hvort einhverjir hefðu áhuga á Vestia?

Bankastjórinn gat ekki komið með nein haldbær rök fyrir vinnubrögðum bankans.

Í lokin kom þó fram hjá bankastjóranum allt annað hljóð þegar spurt var út í lækkun og afskriftir skulda til heimilanna. 

Og hugsið ykkur Landsbankinn er ríkisbankinn, sem við eigum öll saman.


mbl.is Kaupverð á Vestia lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband