Hækkun er ekki hækkun segir Steingrímur J.

Hann er oft skemmtilegur hann Steingrímur J. Þegar olíufélögin koma til með að tilkynna enn meiri hækkun á eldsneyti eftir áramót vegna skatta ríkisins þá er það ekki hækkun. Þeir sem sjá að verð á llítranum hafi hækkað um 5 krónur þá er það ekki hækkun segir Steingrímur J. Þótt við þurfum að borga fleiri krónur þegar fyllt er á tankuinn þá er það ekki hækkun segir Steingrímur J. Þetta er bara verðlagsþróunin og auðvitað verður ríkið að fá bætur í samræmi við þróun vísitölunnar.

Merkileg rök hjá fjármálaráðherra. En hvers vegna gilda þessi rök ekki þegar kemur að skattleysismörkunum. Hvers vegna má þá ekki láta verðlagsþróunina ráða. Hvers vegna má ekki láta verðlagsþróun ræða þegar um er að ræða örorkubætur o.s.frv.

það gilda sem sagt önnur rök þegar ríkið þarf að fá sitt en þegar greiða þarf þegnunum.


mbl.is Ekki verið að auka álögur á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Hjartanlega sammála þér Sigurður, en vona samt innilega að þú sért ekki bara að tjá þig á þennan veg vegna þess að það er þessi ríkisstjórn við völd.

Þessi rök voru ævinlega notuð þegar þurfa þurfti af fyrri ríkistjórnum. Hef aldrey verið sammála að þetta séu rök fyrir hækkunum, sérstaklega þótti mér það óviðurkvæmilegt þegar þennsluríkistjórnirnar notuðu þessi sömu rök til að hækka álögur á landann.

 Húsnæðisbóla knúði þá áfram verðbólgu og sá ég ekki tenginguna við hækkandi álögur þess vegna.

Arthur Páll Þorsteinsson, 8.12.2010 kl. 13:08

2 identicon

,,Ekki hækkunin'' mun samt sem áður valda hækkunum á höfuðstól húsnæðislána hjá öllum skuldurum þessa lands. Málamyndaaðgerðir ,,helstjórnarinnar'' til hjálpar skuldurum kemur þar að litlu sem engu gagni. Samningar eru lausir og við okkur blasir harður vetur með´miklum átökum á vinnumarkaði. SA og ASÍ leggjast á sveif með ,,helstjórninni'' til að þvinga skattgreiðendur til að taka á sig Iceslave klafann, af þvi að nýji samningurinn er miklu hagstæðari en sá sem átti að koma í veg fyrir algert hrun fyrir tæpu ári síðan! Blekkingarleikurinn heldur áfram og aftanítökur stjórnvalda munu frekar færast í aukana heldur en hitt! Það er löngu orðið tímabært að almenningur hér á landi rísi upp, vakni af doðanum, við erum jú öll beygð, en vonandi flest öll óbrotinn enn sem komið er. En þetta er komið nóg af svo góðu! Þessa draumastjórn ,,nýstalínistanna'' þarf að setja af hið fyrsta!

Elias Bjarnason (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband