Ætlar Jóhanna Sigurðardóttir að biðjast afsökunar á sínum eigin mistökum.

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar setti upp sinn mikla og drungalega alvörusvip á flokksráði og bað þjóðina afsökunar á öllu í aðdraganda hrunsins. Reyndar var hún nú aðallega í afsökunarbeiðni Samfylkingarinna að kenna Sjálfstæðisflokknum.

Nú er spurningin hvort Jóhanna ætlar að stíga fram og bið'ja þjóðina afsökunar á því að hafa ætlað að þröngva samningi uppá íslenskan almenning sem hefði kostað hundruð'um milljarða meira heldur en það sem liggur á borðinu núna. Tryggvi Þór  telur að nýja samkomulagið kosti 423 milljörðum minna heldur en það sem Jóhanna ætlaði að pína íslenskan almenning til að greiða.

Stóra spurningin nú er hvort Jóhanna ætlar að biðjast afsökunar á sínum eigin mistökum.


mbl.is 432 milljarða kr. munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Stjórnin, ef svo skyldi kalla, ætti að segja af sér hið snarasta og biðjast afsökuar á framferði sínu!!

Guðmundur Júlíusson, 10.12.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvers vegna í ósköpunum hvetur þú Sigurður ekki Geir Haarde, Davíð Oddsson og aðra dáðadrengi sem báru ábyrgð á útrásararvörgunum ekki þjóðina afsökunar á umdeildum ákvörðunum sínum?

Ertu ekki að hengja bakara fyrir smið?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2010 kl. 01:26

3 Smámynd: Benedikta E

Afsökunarbeiðni frá Jóhönnu er einskis virði - En Jóhönnu óstjórnin er landi og þjóð stór hættuleg - og eiga að skammast í burtu strax.

Benedikta E, 11.12.2010 kl. 01:31

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Benedikta: Fyrir hvað telur þú að Jóhanna eigi að biðja afsökunar? Satt best að segja finnst mér þú gera mun meiri kröfur til hennar en þeirra sem þó sannanlega báru ábyrgð á hruninu: kvótabraskinu, einkavæðingu bankanna og öllu svínaríinu. Af hverju krefur þú þessa háu herra ekki að biðja þjóðina afsökunar?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 11.12.2010 kl. 01:52

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Allar þessar tölur eru rugl og getgátur. Enginn veit hvað eða hvort þetta kostar okkur nokkurn skapaðan hlut.

Páll Geir Bjarnason, 11.12.2010 kl. 03:08

6 identicon

ha ha mosi þú ert greinilega  sami drullusokkurin sem ég er , en,en ég lærdi ad leggja saman 2+2 í barnaskóla, því hefur þú greinilega gleimt eda sem hesturinn med spjøldin sitthvorum vit augun ,sér bara beint framávid, samfylkingarleid eda engin leid, kommán ég ber synd í þér.

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 08:46

7 identicon

Annars Sigurdur takk fyrir og ord í tíma tølud.

Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 08:51

8 identicon

Að sjálfsögðu á ríkisstjórnin að segja af sér, kjósa að nýju og þá bara um ca. 21 þingmann þar á að ríkja niðurskurður eins og annarsstaðar í þjóðfélaginu.Þingmenn hafa ekki sýnt af sér þann skörungsskap sem ætlast er til af þeim vegna þess að þeir eru of margir og allur þeirra tími fer í karp og einskisvert hjal. Fækka lífeyrissjóðunum og helst að allir fái sömu lífeyrisgreiðslur þegar þeir eru komnir á aldur, atvinnurekendur eiga ekki að vera í stjórnum sjóðanna, þá fer kanski að vera lífvænlegt í þessu landi.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband