Dettur virkilega einhverjum í hug að Steingrímur J. sé sjálfum sér samkvæmur?

Síðustu daga hafa fjölmiðlar rifjað upp ummæli Steingríms J. um glæsilega samninga varðandi Icesave. Steingrímur J. sparaði ekki stóru orðin hversu gífurlega hagstæðum samningum fyrir íslensku þjóðina Savarsnefndin hefði náð að landa á sínum tíma. Þegar gagnrýni kom fram sagðist Steingrímur J. bera alla ábyrgð á nefndinni og þar með samningnum.

Nú hefur komið í ljós að umræddur samningur var herfileg mistök,sem stjórnarandstöðinnunni,almenningi og forsetanum tókst að stoppa.

Það hefur komið fram að nýr samningur sem nú liggur fyrir er hagstæðari fyrir Ísland sem er á bilinu rúmir 100 milljarðar til 400 milljarða.

Steingrímur J. stóð manna fremst í því að draga Geir H.Haarde fyrir Landsdóm og láta þar reyna á ráðherraábyrgð.

Það er því ekkert undarlegt að menn spyrji núna, hvað með Steingrím J. Gildir spurningin um ráðherraábyrgð núna. Ætlar Steingrímur J.að standa við orð sín að hann beri ábyrgð á því að hafa ætlað að láta almenning greiða nokkur hundruðum milljörðum meira en þörf var á. Gildir reglan um ráðherraábyrgð ekki núna?

Reyndar er alveg fullvíst að Steingrími J. dettur ekki í hug að vera samkvæmur sjálfum sér í þessu máli frekar en mörgum öðrum.


mbl.is „Nú er þetta allt orðið ég einn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umrenningurinn Nágrímur Nei-kvæði , formaður ums-og útúrsnúningafélags íslands WC er ekki merkelegt plagg. Hann er frekar pappír.... skeinir-pappír!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 12:57

2 identicon

Sigurður: Þú ferð ansi frjálslega með staðreyndir og tilheyrandi tölfræði án þess að (geri ég ráð fyrir) hafa lesið yfir nýja samninginn. Gleymdu því heldur ekki hverjir kom okkur í þessa skemmtilegu aðstöðu og hverjir sjá um lagfæringarnar.

Óskar: Svakalega eru þessar uppnefningar og orðaleikir orðnir þreyttir. Er ekki hægt að finna sér ýmislegt annað uppbyggilegra að gera en að þekkja sem flest samheiti fyrir salernispappír?

Linda (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 17:28

3 identicon

Hver kom okkur í vandræðin ? Stjórnvöld á þeim tíma eða bankamenn ?

Svar: bæði.. en aðallega spilltir bankamenn. Svipað og að hækka hámarkshraða í 120km, svo keyrir einhver á 150km hraða.. útaf og deyr.. hverjum er það að kenna? Yfirvöldum eða þeim sem ók bílnum?

Tel allavega að núverandi stjórn hafi fengið réttmætt og nauðsynlegt tækifæri til að sýna sitt RÉTTA andlit en nú líður senn sá tími að þeir þurfi að víkja.

Kristján (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 00:56

4 identicon

En var Geir einn ábyrgur á sínum tíma? Kom Steingrímur Geir til varnar? Gat Geir skílt sér bak við alþingi?

EN ER KARMA LÖGMÁLIÐ TIL?????????????????????????

Já, það er til, og það kemur hratt til baka eins og búmerang og er að fara að skella í höfðinu á ráðherrunum.....

Boomerange (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband