Flott sjónvarpsefni. Verður bein útsending frá þingflokksfundi Vinstri grænna?

Svona fyrst eftir áramótin er oft ansi rólegt yfir öllu. Reyndar er nóg um að vera í fótboltanum og heilmikið um beinar útsendingar. Það eru samt ekki allir sem hafa áhuga á sparki í sjónvarpinu. Enn eru níu dagar í handbolann, þannig að það vantar smá líf og fjör. Vinstri grænir ætla að bæta úr þessu með því að halda þingflokksfund. Svo hressilegur ágreiningur er hjá vinstra liðinu að hugsast getur að um klofning geti orðið að ræða með tilheyrandi hurðaskellum.

Það væri því áhugavert að RUV eða Stöð 2 sýndu beint frá þessum fundi Vinstri grænna. Gæti orðið hið besta sjónvarpsefni. Alveg er ég viss um að aðilar myndu fást til að kosta útsendinguna. Alcoa myndi örugglega gera það eins og að kosta Kryddsíldina.

 


mbl.is Mikill átakafundur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það að gaman væri að sjá þennan fund sem sjónvarpsefni.  Ég hef verið að lesa Gunnar Thor mér til mikillar skemmtunar síðan ég fékk hana í jólagjöf og þar er margt gott og skemmtilegt.

Þú gætir nú líka eflaust frætt okkur óbreytta þegna þessa lands hvort það sé virkilega enn þá þannig að þeir í innsta hring Sjálfstæðisflokksins gefi skýrslu um skoðanir fjölskyldu og vina? Og þú hefur nú verið í bæjarpólitíkinni og var það líka þannig að þú fengir ordrur frá yfirboðurum þínum í flokknum um hvernig starfsmannahlutfallið sem þú réðir til starfa mætti hugsa og var 4 4 2 reglan í þumalputtunum hjá þér

Þetta væri nú líka gott og skemmtilegt að fá upplýst.

kveðja

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já nafni, það væri hægt að segja frá mörgu skrautlegu í pólitíkinni frá fyrri tíð og að sama skapi nútímanum.Það gæti verið  skemmtilegt að taka það saman og segja frá.  

Sigurður Jónsson, 4.1.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband