Ekki benda á mig segir velferðaráðherra og vísar vandamálinu til sveitarfélaganna.

Alveg er hún mögnuð þessi blessaða tæra vinstri stjórn. Velferðaráðherrann segir að auðvitað sé þetta ferlegt með hvað fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem á þurfa að halda sé lág. Guðbjartur velferðaráðherra segir að sveitarfélögin verði að hækka fjárhagsaðstoðina.

Ríkið á sem sagt að vera í því að hækka sína skatta og þjónustu og henda svo fleiri og fleiri verkefnum yfir á sveitarfélögin. Flest sveitarfélög eiga í miklu basli með sinn rekstur og geta tæpast bætt við útgjöld sín.

Þetta er svipað og þear þingmenn settu lög um einsetningu grunnskóla eftir að sveitarfélögin tóku við skólanum. Þá gerði ríkið kröfur á sveitarfélögin að byggja og settu fram alls konar kröfur um þjónustu í grunnskólum landsins. Svo er nú komið að mörg sveitarfélög eru hreinlega að kikna undan gífurlegri fjárfestinu í skólahúsnæði og sífellt auknum rekstrarkostnaði grunnskólanna.

Margir spyrja, verður þetta ekki nákvæmlega eins með málefni fatlaðra. Eftir að ríkið hefur komið málefnum fatlaðra frá ríkinu mun ekki standa á auknum kröfum þannig að sveitarfélögin sitja uppi með kostnað án þess að fá flutning tekna frá ríkinu.


mbl.is Vill að sveitarfélög hækki fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti ríkið þá ekki að 1% af tekjuskattinum yfir í útsvarið til að mæta þessu? Hvað ætli Steingrímur mundi nú segja völd hans væru minnkuð með því?

Björn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 01:18

2 identicon

Aðeins betrumbætt: Ætti ríkið þá ekki að flytja 1% af tekjuskattinum yfir í útsvarið til að mæta þessu? Hvað ætli Steingrímur mundi nú segja ef völd hans væru minnkuð með því?

Björn (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband