Tólf nefndarmenn fá 460 milljónir. Launajöfnunarstefna Jóhönnu í verki?

Fyrir nokkrum mánuðum birist Jóhanna Sigurðardóttir,verkstjóri Vinstri stjórnarinnar, ábúðarfull á blaðamannafundi og fór fögrum um þá launajöfnunarstefnu sem hún hefði ákveðið að ætti að gilda í landinu. Enginn skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherrann þ.e. 935 þús. kr. á mánuði.

Það vekur því furðu að sjá fréttir um að nefndarmenn í skilanefndum gömlu bankanna skuli vera með uppí rúmar 60 milljónir á ári fyrir þá vinnu. Er þetta jöfnunarstefnan í reynd?

Fyrir nokkru var upplýst að ríkisstofnanir og jafnvel ráðuneytin sjáls hefðu á engan hátt hlustað á Jóhönnu. Á þessum stöðum væru margir með hærri laun en forsætisráðherrann.

Tal Jóhönnu og yfirlýsingar um launajöfnuðinn í þjóðfélaginu er eins og annað frá henni innantómt blaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hélt það væru kröfuhafar sem greiddu launin en ekki ríkisstjórnin. 

Sum sé erlendir bankar og fleiri sem eru þarna launagreiðendur.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 17:48

2 identicon

Ætli ástæðan sé ekki að í skilanefndinni eru lögfræðingar eða endurskoðendur, lögfræðingarnir eru ekki vanir að vera ódýrir í rekstri, eru með ca. 20.000 þúsund á klst. sem er svipað gjald og 60-70 tonna beltagrafa er með á klst. Þannig að engann þarf að undra þó skilanefndirnar séu þjóðinni dýrkeyptar. Staðan er þannig í þjóðfélaginu að það er stórvertíð hjá lögfræðingum.

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband