Er ekki nóg að ríkið skattleggi hvern bensínlítra um 107 krónur ?

Nú hafa 40 þúsund Íslendingar skrifað undir mótmæli við fyrirhugaða vegatolla. Það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að leggja mikla skatta á bifreiðaeigendur. Sérstaklega munu fyrirhugaðir vegatollar koma illa við marga á landsbyggðinni. Margir á Suðurnesjum og Suðurlandi stunda sína vinnu á Reykjavíkursvæðinu og leggst því sérstakur aukaskattur á þá íbúa.

Nú tekur ríkið 107 krónur til sín af hverjum seldum lítra af seldu elsneyti. Samkvæmt lögum skal þessi skattur renna til vegaframkvæmda í landinu. Ríkið hefur ekki staðið við það heldur notað verulegan hluta af þessum skatttekjum til annarra verkefna.

Þjóðin verður að sýna að hún mun ekki sætta sig við fyrirhugaðar hugmyndir um aukna skattheimtu með vegatollum.

Fjöldi undirskrifta bendir einmitt til þess að þjóðin ætli að segja við stjórnvöld, hingað og ekki lengra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef á annað borð á að fara í þessar framkvæmdir yrði að mínum dómi betri leið að hækka gjöld sem því svarar á eldsneyti. Gjöld á eldsneyti eru víða hærri erlendis en hér einfaldlega vegna þess að þetta er þrátt fyrir allt sanngjarnasta fjáröflunarleiðin til að fjármagna vegagerð.

Engin skattsvik, undanskot eða undanbrögð fylgja svona skattlagningu og þeir sem nota mest borga mest. 

Gallinn er hins vegar sá að hækkun á álögum á eldnsneyti hækkar vísitöluna og þar með versna lánakjör almennings. 

Veggjöldin fara hin vegar ekki inn í vísitöluna og þessi mismunur er aldeilis skondinn en útskýrir af hverju stjórnvöld hyllast til þess að horfa mjög þröngt á svona mál, samanber söguna góðu af manninum, sem setti pokann á bak sér á hestinum sem hann sat á og útskýrði málið: "Hesturinn ber ekki það sem ég ber." 

Gjaldtaka af vegaframkvæmdum er yfirleitt þannig, bæði hér og í öðrum löndum, að vegfarandinn á val, - hvort hann borgar fyrir þægindi og tímasparnað með því að fara nýju leiðina eða velur að aka lengri leið. 

Þannig er það gagnvart Hvalfjarðargöngunum. 

Eina leiðin til þess að fara aðra leið austur fyrir fjall en Suðurlandsveg, er að aka um Nesjavelli og Grafning, sem er svo miklu lengri leið að hún kemur ekki til greina. 

Fyrir norðan er verið að ræða um það að það þurfi að loka veginum um Víkurskarð tll þess að koma í veg fyrir að menn aki þá leið í stað þess að aka um komandi Vaðlaheiðargöng. Það sýnir í hvaða ógöngum menn eru staddir í þessum málum. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2011 kl. 16:42

2 identicon

Hér sé ég að Ómar notar sömu rök og stjórnmálamenn nota þegar þeir vilja hækka eitthvað "Það eru minni álögur á þessu en í útlöndum" þessi tugga kemur nokkuð oft.... en aldrei kemur neinn með eina marktæka samanburðinn; Hvað er kassadama í bónus lengi að vinna fyrir hlutnum og hvað er kassadama í útlöndum lengi að vinna fyrir sama hlut.

Þetta er eini marktæki samanburðurinn og því á aldrei að tala um krónur og aura, evrur og cent í þessu samhengi

Steinn (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband