Hvers vegna seldu sveitarfélögin hlut sinn í HS ?

Eitt heitasta mál málanna hefur lengi verið varðandi auðlindir landsins. Umræður eru heitar um eignarhald og nýtingu orkuauðlinda svo og eignarhald á fiskinum í sjónum.

Á sínum tíma byggðu sveitarfélögin á Suðurnesjum ásamt ríkinu upp gífurlega öflugt orkufyrirtæki þ.e. Hitaveitu Suðurnesja. Síðar komu önnur sveitarfélög inní HS.

HS hefur ávallt verið rekið af miklum dugnaði og höfðu sveitarfélögin sterk ítök í stjórn félagsins. Sveitarfélögin náðu því að eignast góðan hlut í HS. Sem dæmi átti Sveitarfélagið Garður rúmar 344 milljónir að nafnverði í HS. Þessi eign var að gefa í arð á bilinu 10-15 milljónir kr. á ári.

Á síðasta kjörtímabili komu upp aðstæður, þar sem sveitarfélagioð gat selt hlut sinn á rúmlega 7 földu gengi og fékk þannig rúma 2 milljarða í kassann við söluna, staðgreitt. Mjög eðlilegt að taka þessu tilboði.

Með þessum peningum átti öll rekstararstaða sveitarfélagsins að gjörbreytast. Á þremur árum hefur höfuðstóllinn ásamt vöxtum og verðbótum numið um 3 milljörðum. Þetta átt að skipta höfuðmáli og tryggja framtíð Garðsins um ókimna tíð.Að sjálfsögðu var stofnaður Framtíðarsjóður.

Það er svo önnur saga að þrátt fyrir þessu hagstæðu sölu er svo komið fyrir Sveitarfélaginu Garði að næstum er búið að þurrausa sjóðinn á þremur árum. Það er óskiljanlegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þarna erum við sammála Sigurður.

Ekki hafa menn nú alveg verið á tánum ef menn eru búnir að þurrausa sjóðinn - ja hérna. Hvað ætluðu menn að selja næst? Ekki vaxa peningar á trjánum þarna suður með sjó?

Eyjamenn seldu í fyrsta umgangi HS bæjarveiturnar, fyrir skuldum, en fengu eitthvað greitt í bre´fum sem Hannes SMárason kom svo með gylliboð í semmenn slógu ekki hendinni á móti. Þeir peningar eru í dag grunnurinn á tryggri stöðu bæjarsjóðs. En rekstur bæjarins er held ég í járnum og því ekki komin ástæða til að ganga á höfuðstól þessarar innborgunar en vextirnir eru nýttir til góðra verka. Sem betur fer hafa menn hér en sem komið er borið gæfu til að fara varlega með þessa peninga - því það er ekkert eftir til að selja þegar þessir aurar hverfa.

Gísli Foster Hjartarson, 10.1.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband