Stjórnlagaþing. Hvað er svona merkilegt við það? Er líklegt að Silfurdrengir Egils bjargi öllu?

Margir velta örugglega fyrir sér hvers vegna í óskupunum þetta stjórnlagaþing er sett í efsta sæti í forgangsröðun allra mála. Jóhanna segir að þjóðin kalli á stjórnlagaþing. Það er látið í það skína að ný stjórnarskrá muni laga allt í þjóðfélaginu. Er það virkilega slæmri stjórnarskrá að lkenna að allt hrundi hér? Á virkilega að reyna að telja þjóðinni trú um það.

Stjórnlagaþing átti að vera þverskurður af þjóðinni, bæði hvað varðar starfsstéttir, aldur ,kyn og skipting eftir búsetu. Varð það niðurstaðna? Nei, áberandi var að þeir serm höfðu verið í spjallþættinum Silfur Egils náðu kjöri. Er líklegt að þeir silfurdrengir leysi öll vandamálin.

Hvert sem framhaldið verður eftir dóma Hæstaréttar er alveg ljóst að það verður aldrei liðið að sama fólkið og hlaut kosningu verði endurkjörið án kosninga eða fyrri frambjóðendur verði eingöngu í framboði.

Kosningarnar voru dæmdar ógildar. Komi til þess að boðað verði til nýrra kosninga verður að gefa öllum sem vbilja tækifæri til að bjóða sig fram.

Eðlilegast væri samt að hætta þessum fjáraustri og snúa sér að lausn á virkilegum vandamálum þjóðfélagsins.


mbl.is Útsend kjörbréf teljast ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er merkilegt þetta ofurkapp sem Samfylkingin leggur á breytta stjórnarskrá, landsdóm o.fl. Fljótt á litið virðist sem hún geri allt til þess að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem miður hefur farið og eflaust er það út af fyrir sig rétt, en hitt er líka athyglisvert að reynt er að telja þjóðinni trú um að hrunið stafi af stjórnarfarslegum og/eða stjórnmálalegum ástæðum. Með þessu er ma. verið að létta þrýstingi af þeim sem áttu allt og rændu bankana innan frá. Þar voru vildarvinir Samfylkingarinnar á ferð, "nýja kapítalið" kallaði Jón Baldvin þá meðan allt lék í lyndi og það var nú eitthvað annað en "kolkrabbinn". Einhver hluti landsmanna man ugglaust enn hvernig það lið sem nú heldur um stjórnvölinn studdi Baugsverja með ráðum og dáð bæði í fjölmiðlamálinu og ekki síður í Baugsmálinu.

Skúli Víkingsson, 27.1.2011 kl. 18:05

2 Smámynd: Elle_

Ég er sammála að með því að kenna stjórnmálamönnum um fall bankanna er verið að létta þrýstingi af þeim sem áttu allt og rændu bankana innan frá.  Já, gera stórþjófa sakleysislega.  Geir Haarde rændi ekki bankana að innan. 

Og jú, við munum hvaða lið, hvaða fylking það var sem studdi gengið og ætti það sama líð að halda sig á mottunni.  Það var ekki þeirra eini draugur, nú er það ný vitleysa daglega og ICESAVE glæpurinn ofan á það.  

Elle_, 27.1.2011 kl. 19:04

3 identicon

Þegar sæti losnar í hæstarétti Bandaríkjanna bíða menn alltaf spenntir eftir hver fær útnefningu. Demókratar og Repúblikanar reyna alltaf að koma sínum mönnum að, eftir því hvor þeirra er við stjórn í það skiptið. En vegna þess að þessir flokkar hafa skipst mjög á um að halda um stjórnartaumana, hefur ríkt þolanlegt jafnvægi í hæstarétti. En hér á landi er ekkert jafnvægi. Íhaldið hefur verið næstum einrátt um skipanir í Hæstarétt síðustu áratugina. Val hæstaréttardómara ber þess glöggt vitni. Þetta sýnir að það þarf að taka upp nýjar reglur um val hæstaréttardómara og koma í veg fyrir að pólitísk tengsl kandidatanna ráði för. Ég treysti Hæstarétti engan veginn til að taka á stórpólitískum álitamálum. Þeir hnökrar sem vissulega voru á framkvæmd kosninganna höfðu engan veginn áhrif á niðurstöðuna. Ég held að allir séu sammála um það. Eðlilegast hefði verið að gefa gula spjaldið, en láta úrslitin standa. Að mínu áliti var þessi úrskurður pólitiskt hryðjuverk, til að þjóna ákveðnum pólitískum öflum sem voru á móti þessu Stjórnlagaþingi.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 19:21

4 identicon

@Svavar:

Það er ekki hægt að gefa afslátt varðandi sum mál. Framkvæmd kosninga verður að vera 100% í lagi og eftir þeim lögum sem um kosningar gilda. Ef við ætlum ekki að fara eftir lögum getum við allt eins lagt niður dómstóla. Illugi var með sama söng og þú án þess að segja hvað hæstiréttur hefði átt að gera. Hvað nákvæmlega átti að gera annað en gefa gult spjald? Hvað þýðir gult spjald frá hæstarétti? Þú getur ekki fullyrt að þeir hnökrar sem voru á framkvæmdinni hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Ég veit að einn frambjóðandi sagði sem svo bitur eftir kosningarnar að hann hefði ekki áttað sig á að mestu máli skipti að vera settur í fyrsta sæti. Ef ég keyri heim fullur án þess að vera tekinn og valda tjóni, er það þá í lagi? Kjörstjórnin á að fara frá eins og hún leggur sig og ekki vinna fyrir hið opinbera aftur.

Það er ekki í lagi að segja að lögreglan og dómstólar séu handbendi stjórnmálamanna, vinstri menn segja það í sífellu án þess að geta rökstutt það. Telur þú t.d. enn að Baugsmálið sé samsæri Sjalla gegn Jóni Ásgeiri?

Jóhanna veit greinilega ekki að þjóðin vill ekki þetta stjórnlagaþing, þetta var gæluverkefni örfárra. Margir hafa án efa kosið til að styðja við bakið á þeim sem vildu ekki breytingar enda voru nokkrir sem buðu sig gagngert fram í þeim tilgangi. Væri ekki betra að setja þessar 5-600 milljónir sem í þessa vitleysu fóru í heilbrigðis- og menntakerfið?

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 20:22

5 Smámynd: Svavar Bjarnason

Helgi. Oft haf verið gerðar athugasemdir við framkvæmd kosninga án þess að blása þær af, vegna þess að þeir hnökrar hafa ekki ráðið úrslitum. Framkvæmd þeirra kosninga hafa því ekki verið 100%. Þú hlýtur að vita mun á gulu og rauðu spjaldi. Að bera þetta saman við ölvunarakstur er bull. Svo á reyndar við fleiri samanburði sem þú nefnir. En ég stend að sjálfsögðu við allt sem ég skrifaði.

Svavar Bjarnason, 27.1.2011 kl. 20:40

6 identicon

Þjóðin vill Stjórnlagaþing segir Jóhanna og byrjar þar enn eina spunavitleysuna til að beina athyglinni frá getuleysi eigin stjórnar og hrákavinnubrögðum stjórnsýslunar sem hún er búin að einkavinavæða.

Hvurn djöf... veit hún um hvað þjóðin vill!!! Ef það er eitthvað sem hægt er að fullyrða um hvað þjóðin vill þá er það að við viljum ekki að einhverjir undirmáls ríkisstjórnendur hendi 600-1000 milljónum út um gluggann í minnisvarðaverkefni fyrir sig sjálfa og aftur og aftur fari í bendingarleikinn - það er þeim að kenna ekki okkur- Kann þetta fólk ekki að skammast sín á meðan um 10% þjóðarinnar er atvinnulaus og þúsundir flýja til útlanda úr sæluríki Jóhönnu og co á ári hverju. Þjóðin hefur talað um 65% höfðu ekki áhuga á Stjórnlagaþingi núna.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 22:22

7 Smámynd: Elle_

Jóhanna og co. halda að við séum voða, voða rík: Fokdýr Evrópuumsókn, ný stjórnarskrá, ICESAVE.  Meðan spítölum er lokað og fólk flýr land.  Hvað þarf til að víkja þessum skaðlega stjórnmálamanni?

Elle_, 27.1.2011 kl. 22:39

8 Smámynd: Björn Emilsson

Tilgangur Jóhönnu með Stjórnlagaþinginu er eingöngu sá, að breyta ákvæðum til að opna fyrir innlimun Íslands í ESB

Björn Emilsson, 27.1.2011 kl. 22:48

9 identicon

Er mikill stuðningsmaður stjórnlagaþings en feginn hvernig fór því það komst landráðamaður á þingið, sem vill helst leggja niður íslenska þjóð, siði, venjur og tungu okkar...Vöndum betur valið næst!!! Guði sé lof við fáum annað tækifæri!

Vörumst trjóuhesta í hófsemdarbúningi. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband