Bollaleggingar um að sniðganga dóm Hæstaréttar.

Hugsjónamaðurinn mikli og réttlætissinninn Ögmundur Jónasson fundar nú stíft og gefur undir fótinn að hægt sé að finna leið til þess að þeir 25 sem náður kosningu á stjórnlagaþing sitji bara áfram þrátt fyrir að kosningin var dæmd ógild.

Málið er óskup einfalt annaðhvort verður hætt við stjórnlagaþingið eða þá að boða verður til nýrra kosninga. Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda. Ætli Alþingi eða meirihluti þess að koma stjórnlagaþinbginu á gerist það ekki nema með nýjum kosningum.

Innanríkisráðherra veit nú hvað gera þarf til að kosningarnar verði löglegar. Að ráðamönnum skuli yfir höfuð detta í hug að hægt sé að skipa þá 25 menningana bara si svona er hreint ótrúlega ósvífið.

Það er einnig ótrúlegt ef einn einasti af þessum 25 myndu taka við slíkri skipan. Það væri ekki góð byrjun ef slíkir aðilar eiga að semja nýja stjórnarskrá


mbl.is Alþingis að ákveða næstu skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar ekki alveg rétt að kosningin hafi verið dæmd ógild. Þetta var ekki dómur heldur einungis álit Hæstaréttar. Það er reyndar ekkert nýtt að álit séu virt að vettugi hér á landi. Skemmst er að minnast álits mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna á máli nokkurra sjómanna fyrir margt löngu síðan.

Svo er líka hægt að velta fyrir sér hvort yfirvöld muni svo fara eftir tillögum stjórnlagaþings varðandi breytingar á stjórnarskránni þar sem stjórnlagaþingið verður aðeins ráðgefandi.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 22:44

2 identicon

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 22:44

Það er rangt að segja "einungis álit Hæstaréttar". Á vef dómstólsins er það kallað ákvörðun. Rétturinn ályktaði, að kosningin væri ógild. Það var ekki aðeins álit, heldur bindandi niðurstaða, sem hefur flestöll einkenni dóms, þótt hún falli ekki undir áfrýjun á einkamálum eða opinberum málum og sé þess vegna flokkuð sérstaklega hjá réttinum. Á orðunum ákvörðun og álit er skýr merkingarmunur.

Sammála pistlinum hjá nafna mínum. 

Sigurður (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:00

3 identicon

Sigurður (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:00

Mér finnst þessi ákvörðun alls ekki nógu afdráttarlaus. Hálfgerð hrákasmíð.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband