Kjaftshögg fyrir Svandísi umhverfisráðherra.

Það hlýtur að vera mikið áfall fyrir Svandísi umhverfisráðherra að tapa í Hæstarétti máli fyrir Flóahreppi varðandi skipulagsmál. Það er með ólíkindum að hámenntaðir lögfræðingaráðuneytisins skuli hafa ráðlagt Svandísi að staðfersa ekki skipulagsmálin hjá Flóahreppi. Eftir að ráðherra tapar slíku máli fyrir Hæstarétti hljóta menn að spyrja hún geti setið áfram sem umhverfisráðherra.

Afstaða umhverisráðherra hefur hugsanlega skaðað Flóahrepp,þannig að sveitarfélagið fer örugglega fram á skaðabætur.

Dómur Hæstaréttar er mikið kjaftshögg fyrir Svandísi og enn eitt klúðursmálið hjá Vinstri stjórninni.


mbl.is Ákvörðun ráðherra ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún hlýtur að segja af sér eftir þetta klúður. Ráðherra sem hegðar sér með þessum hætti (og ég er ekki viss um að það sé skv. ráðleggingum lögfræðinga ráðuneytisins) á ekki annarra kosta völ eftir að hafa verið rasskellt með þessum hætti af bæði héraðsdómi og hæstarétti, auk sem þess búið er að breyta lögnum þannig að þetta er fullkomlega heimilt í dag og þess vegna skýlaus vilji löggjafans að þetta atriði sem á strandaði hjá Svandísi eigi að vera leyft.

Segi hún ekki af sér hlýtur að Alþingi að þurfa að skjóta þessari embættisfærslu til Landsdóms til úrskurðar, þar sem hún áfrýjaði þessu máli til hæstaréttar eftir að Alþingi var búið að breyta lögunum, þannig að á þeim tíma var engin vafi á að það væri vilji löggafans að þetta væri heimilt.

Þetta mál allt er ekkert annað en misnotkun ráðherra á valdi sínu.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega verður hún að segja af sér, annað er algjörlega út í hött.

Þú veltir upp þeirri hugsun Sigurður, hvernig standi á því að lögfræðingar ráðuneytisins hafi ráðlagt henni að staðfesta ekki skipulagið. Ég leifi mér að efast stórlega um að þeir hafi gert það. Frekar hitt, að þeir hafi einmitt bent henni á að lagaleg stoð fyrir höfnun væri ekki til staðar, en hún einfaldlega ekki hlustað á þá, heldur vaðið áfram í sinni öfgahugsjónapólitík.

Svandís er stór hættulegur stjórnmálamaður, það hefur marg sannast undanfarin tvö ár. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp frá henni um breytingar á náttúruverndarlögum. Ein þeirra breytinga er að allt sem snýr að skipulagsmálum og hugsanlega er hægt að túlka sem náttúruvernd, færist á hendur umhverfisráðherra. Að ráðherra hafi einræðisvald í þeim málum. Það er einnig rauður þráður í gegnum þetta frumvarp orðin "ráðherra getur ákveðið" eða "ráðherra hefur vald til" og fleira í þeim dúr. Nokkuð í anda hins gamla Sovét!!

Gunnar Heiðarsson, 10.2.2011 kl. 18:22

3 identicon

Ég er nú samt ekki viss um að hún geri það, það virðist þurfa ansi mikið til að þessir ráðherrar láti af störfum...

Skúli (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 18:56

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Verða þá ekki Landráðamennirnir næst. Þau Jóhanna,Össur og Steingrímur. fyrir að brjóta hegningalaga bálkinn kafla X  grein 86. Ríkissaksóknari er með það mál í kæli ef ekki frysti. Umboðsmaður Alþingis  líka.

Valdimar Samúelsson, 11.2.2011 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband