Alveg er hún furðuleg þvermóðska Steingríms J. og Jóhönnu að ekki megi lækka skatta á eldsneytið. Ríkið græðir meira og meira á hækkunum á hækkandi heimsmarkaðsverði. Almenningur kemst ekki hjá því að nota einkabílinn og kostnaðurinn er að verða óbærilegur fyrir marga. Hátt eldsneytisverð hlýtur að leiða til hækkunar á samgöngum og á alls konar þjónustuliðum. Þetta hæækar einnig verðbólguna. Það ætti því að vera réttlætismál að ríkisstjórnin kæmi á móts við fólkið í landinu meðþví að lækka sínar álögur allavega tímabundið.
Nú er nauðsynlegt að fólk láti í sér heyra.
Vilja lækka eldsneytisskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei. Þú setur þér upp frumsendu sem er ekki sönn. Almenningur þarf ekki að nota einkabíl. Ég veit að rútu- og strætókerfið er ömurlegt og jaðrar við það að vera ónothæft, en það þýðir ekki að það verði að vera þannig.
Einkabíllinn verður að deyja, þetta er stórhættulegt fyrirbæri sem drepur tugi árlega og slasar ennfleiri. Auk þess er þetta rándýrt, bæði samfélagslega og fyrir einstaklinga (þarf að leggja dýrmætt landsvæði undir bílastæði auk þess sem það er rándýrt fyrir fjölskyldu að reka þetta tryllitæki).
Einkabíll er forréttindi en ekki nauðsýn, hann mun deyja fyrir rest. Því fyrr sem hann deyr þeim mun betra. Hátt olíuverð er vonandi fyrsta skrefið
R (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 18:15
Því miður er það þannig hér á landi að einkabíll er nauðsyn, það væri ósköp þægilegt ef svo væri ekki!
Ég ætla alla veganna ekki að líkja því saman að þurfa að eyða tæplega 4 tímum í að komast í og úr vinnu(á fyrirfram ákveðnum tímum) vs. að geta það á 1 og hálfum tíma á einkabíl þegar það hentar. Hér erum við að tala um 45 km aðra leiðina á stór höfuðborgarsvæðinu.
Karl (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 18:20
R, Eins og sumir hafa nemt þá er einkabíllinn lífsnauðsynlegur, mér þykir líklegt að þú A) búir í 101 og hafir aldrei farið út fyrir það svæði eða B) sért um 12 og rekur hvorki bíl né heimili.
Karl, mér þætti það gott ef hægt væri að komast um RVK með strætó á AÐEINS 2 tímum, 2005 hefði ég verið um 4 tíma að fara í skólann(grafarvogi-MK) og til að komast til vinnu, þá bara gekk stædó ekki
Brynjar Þór Guðmundsson, 2.3.2011 kl. 19:15
Það eru til 2 gerðir borga þegar kemur að samgöngum. Þær kallast allmennigsamgönguborgir og bílaborgir og helsti munurinn á hönnun þessara borga er þéttleikinn. Reykjavík er bílaborg enda allt of dreifð til að hægt sé að halda úti allmennigssamgöngum sem virka.
R það að halda að bíll sé ekki nauðsyn á Íslandi er heimska.Hannes, 2.3.2011 kl. 19:46
R: eru vörur fluttar um landið og í búðir með hestakerrum?
Eldsneytisverð hefur áhrif á allt verðlag í landinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2011 kl. 21:01
Meigi þá verð á vörum og þjónustu hækka Ásgrímur. Það er kominn tími til að við borgum almennilegt verð fyrir neysluvarning. Jafnvel 2 árum eftir kreppu er einkaneysla ennþá langt yfir öll skynsemismörk. Hækki verðið á neysluvarningi verður það vonandi til þess að minnka hana.
Annars finnst mér leiðinlegt þegar ég þarf að blanda persónunni minni í rökin ég ætla að gera undantekningu núna: Ég hef ekki átt einkabíl í 5 ár og er enn á lífi, hef á þessum 5 árum ferðast þrisvar í kringum landið, búið á þremur stöðum (m.a.) á Snæfellsnesi. Ergó: Einkabíllinn er ekki lífsnauðsynlegur. Hann er þægindi og forréttinindi sem þið plebbarnir eruð svo hræddir við að missa að þið reynið hvað þið getið til að halda í þau, þrátt fyrir að þau séu stórmengandi, jarðskemmandi, lífshættuleg tryllitæki.
Reykjavík er lítil borg. Í litlum borgum er þéttleiki aukaatriði. Bíla/ almenningssamgangnarökin eiga því ekki við (ef þau eru sönn yfirhöfuð). Maður kemst allt frá kópavogi niður í grafarvog á innan við klukkutíma hjólandi, tími sem myndi minnka um 20-30% ef maður þyrfti ekki að taka sveig framhjá öllum þessum umferðaæðum. Lélegt strætókerfi eru engin rök fyrir því að það þurfi að vera það. Ef strætó myndi ganga reglulega, þá væri maður aldrei lengur en klukkustund frá a - b á höfuðborgarsvæðinu (nema kannski frá hafnafirði/ garðabæ - mosfellsbæjar) og aldrei lengur en 30 - 40 mín. að ferðast innan reykjavíkur.
R (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 10:28
R
Það verður ekki af því skafið, það er þægilegt að rökræða við þig. Rökin sem þú leggur fram eyða sér sjálf.
Og gott betur, þau styrktu mig í þeirri trú að þú sért annað hvort íbúi í 101 eða 12 ára. Nema að þetta sé einhver aulafyndni
Brynjar Þór Guðmundsson, 3.3.2011 kl. 18:05
Ég óska herra "R" vel að lifa í kommúnunni sinni á Kúbu. Hann telur meðal annars að einkaneysla sé "allt of mikil" þ.e.a.s. að menn eigi helst ekki að njóta lífsins, heldur eigi ríkið að hirða peninga okkar og ráðstafa þeim fyrir okkur. Þeir sem vinna alvöru vinnu, reka alvöru heimili og hafa alvöru erindum að sinna þurfa í flestum tilvikum að hafa bíl til umráða hér á landi, þannig er það bara. Ég bið herra "R" og hans líka að flytjast búferlum til Kína, Kúbu etc. því að ég hef engan áhuga á að láta öfgamenn af þessu tagi stjórna því hvernig ég lifi mínu lífi.
Balli (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.