Jákvæðni og bjartsýni ríkir í Eyjum um framtíð Landeyjahafnar.

Ánægjulegt að sjá að Eyjamenn eru ekkert að missa móðinn þótt á móti hafi blásið í bsamgöngumálunum. Byrjunarörðugleikar með Landeyjahöfn eru meiri en hægt var að reikna með. Í hugum flestra Eyjamanna er þó engin vafi að Landeyjahöfn er sú samgöngubót sem verður næstu áratugina milli lands og Eyja. Vel má vera að einhvern tímann í framtíðinni komi göng til me-ð að leysa enn frekar úr samgöngubótunum.

Eyjamenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp þótt á móti blási. Auðvitað munu finnast leiðir til þess að öruggar siglingingar geti orðið milli Eyja og Landeyjahafnar. Þótt efnahagsmál þjóðarinnar séu ekki uppá það besta núna þarf nú þegar að hefja undirbúning að byggingu á nýju skipi. Ríkisvaldið á að taka þessa framkvæmd inní vegapakkann, þar sem lífeyrissjóðirnir myndu lána til verksins.

Eyjamenn skapa gífurtleg verðmæti fyrir þjóðarbúið og eiga fullan rétt á að fá góðar og öruggar samgöngur milli lands og Eyja.

Áfram með bjartsýnina.


mbl.is Bjartsýni ríkir um Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum vona, að bjartsýni Sigurðar Jónssonar og annarra Eyjamanna reynist náttúruöflunum yfirsterkari. Með baráttukveðju.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:53

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nýtt skip - Já þetta er að renna út hefur brátt ekki heimild til að stunda farþegaflutninga samkvæmt stöðlum í Evrópu. EN ég þakka Guði fyrir að ekki var byggt það skip sem til stóð að byggja þá hefðu vandræði okkar orðið enn meiri þennan veturinn. Held að menn þurfi nú varla að komu lífeyrissjóðanna að nýju skipi - bið þá að halda sig fjarri.  ...en góðir hlutir gerast hægt og þetta kemur allt á endanum. Tek undir að við eigum alveg heimtingu á úrbótum á samgöngumálum okkar rétt eins og aðrir landsmenn, hvar svo sem þeir eru niðurkomnir

Gísli Foster Hjartarson, 17.3.2011 kl. 07:29

3 identicon

Asskoti; eru þeir bjartsýnir þessir eyjapeyjar, svo sem OK,, en afneitun hverskonar er aldrei viturleg

Kristinn J (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 11:45

4 identicon

Árið 1990  þegar að þessi Herjólfur kom til sögunnar var vitað að það þyrfti að endurnýja hann eftir 20 ár. ekki datt nokkrum pólitíkusi þá eða síðar að það væri kannski góð hugmynd að legga til hliðar 100 milljónir á ári sem væri þá 2 milljarðar í dag sem til væri þá þegar að nýtt skip yrði smíðað eða keypt. Hér er ekkert sem heitir framsýni í einu né neinu.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband