AGS stjórnar Steingrími J. Ekki málfrelsi innan VG.

Það hefðu þótt tíðindi fyrir nokkrum misserum hefði einhver spáð því að VG myndi klofna vegna þess að Steingrímur J. hlýddi í einu og öllu því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segði honum að gera.

Ein af höfuðástæðum þess að Atli og Lilja yfirgefa þingflokk VG er undirlægjuháttur forystu flokksins við AGS.

Athyglisvert er einnig að heyra þau nefna það sem ástæðu að ekki sé málfrelsi innan VG. Þar ríkir foringjaræði og hinir óbreyttu mega ekki mótmæla Steingrími J, formanni. AGS stjórnar Steingrími J. og svo eiga hinar að hlýða Steingrími J. sem sagt AGS.

Nú verður Jóhanna að drífa sig í kápuna og bruna til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína. Þjóðin verður að fá að velja að nýju sína þingmenn. Tími Jóhönnu er liðinn.


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er treggáfaður ræfill sem kann ekkert nema að taka við skipunum. Hann væri fínn vikapiltur þarna hjá AGS, og spurning fyrir hann að skipta bara um starfsvettvang, þeir hljóta að hafa fjöldamörg störf hjá AGS sem krefjast skilyrðislausrar hlýðni og nákvæmni í því að fylgja fyrirmælum, en þarfnast ekki sjálfstæðrar eða skapandi hugsunar.......

en svona menn eru stórhættulegir öðru fólki komi þeir nálægt stjórnmálum.

Páll Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 12:25

2 identicon

Sigurður ef að þú ert endurskoðandi hjá KPMG þá veist þú manna best að AGS lét ríkið reisa upp stóru bankanna á röngum áhættugrunni Tier 1 sem ætlaður er fyrir fjárfestingabanka og að þeir gætu aldrei uppfyllt skilyrði Tier 2 en eru samt að endurmeta vexti á lán og taka yfir fyrirtæki á ólöglegan hátt og að verið er að fórna sparisjóðum vegna afskriftareikninga o.s.f ég spyr afhverju eru endurskoðunarfyritæki ekki búinn að upplýsa almenning um Basel 2 og please gerið það sem fyrst svo að fólk fari ekki að skrifa undir Icesave, en eiginfjárstað NBI er ekki eins og hún sýnist núna. Við náum okkur aldrei upp úr þessu ef Basel 2 verður ekki opinberaður,Þjóðverjar misstu traust á okkur þegar ríkið tók yfir Byr og Bretar og Hollendingar munu ekki sýna okkur skilning ef að fólk kemst að Basel 2 eftir undirskrift og meira að segja AGS myndi hunsa okkur. Þú veist hvar landið liggur í þessum efnum spurning um nauðlendingu eða brotlendingu, hrun núna eða í haust.

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:26

3 identicon

ég held að Jóhanna og Steingrímur ættu bara að snúa sér að hundaþjálfun

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:35

4 identicon

  1. það er verið að fórna sparisjóðunum, fjölda mörgum fyrirtækjum og efnahag tugþúsunda fjölskyldna, lánstrausti þjóðarinnar og  auðlindum eins og svartsengi til að þurfa ekki að kynna Basel 2. Ríkið átti fyrir löngu að vera farið að rannsaka sparisjóðina. Þjóðin veit ekki nema hálfan sanleikann bak við hrunið

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:43

5 identicon

Aumingja hundarnir ef Jóhanna og Steingrímur J. snúa sér að hundaþjálfun eins og valgeir leggur til.

Sig.Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:56

6 identicon

Nágrímur og Nornin [Jóhrannar og Steingrímur] verða að "valda"-tíma sínum lokuð inni á elli-geðdeild uppá núðlur hvern dag.

Þau muna yfirleitt ekker þannig að þau muna varla hvað var í matinn í gær og er því hægt að bjóða þeim hvaða skít sem er. Þau ættu svo "stolt" að geta farið í bað einu sinni í viku og lifað á 63.000 kalli á mánuði? ...eða hvað?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband