Ekki benda á mig segir Jóhanna. Kennir undirmönnum sínum um allt sem miður fer.

Það er ekki hátt risið á Jóhönnu Sigurðardótttur forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar þessa dagana. Hún er rækilega minnt á sín fyrri orð á Alþingi þegar aðrir áttu í hlut. Nú ætlar hún að reyna að skauta framhjá því að hafa brotið jafnréttislög.

Voiðbrögð Jóhönnu í þessu máli eins og öðrum er að kenna undirmönnum sínum um. Hún hafi hvergi komið nálægt. Hún neitar sem sagt ábyrgð sem yfirmaður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún bregst þannig við.

Og aumt var það að senda aðstoðarmann sinn í Kastljós þátt gærkvöldsins. Hún þorði ekki að mæta þar.

Fall Jóhönnu er mikið. Fyrir nokkrum misserum var hún sá stjórnmálamaður sem flestir treystu og héldu að hún myndi gera eitthvert gagn. Nú eru þeir vandfundnir sem bera eitthvert traust til Jóhönnu. Hennar tími er liðinn. Mesta gagn sem hún gæti gert þjóðinni er að bruna til Bessastaða og segja af sér.

Reyndar hlýtur í framhaldi af þessu máli og fleirum að koma fram vantrausttillaga á Alþingi á Jóhönnu forsætisráðherra. Tillaga um vantraust hlýtur að verða samþykkt. Innan raða Samfylkingarinnar eru t.d. þingkonur sem leggja mikla áherslu allavega í orði á jafnrétti. Nú reynir á hvort einhver meining er á bak við fallegu orðin.


mbl.is Flytur skýrslu um úrskurð kærunefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki í fyrsta og ekki í síðasta skiptið sem hún kennir þeim um. Það er stutt til Bessastaða, hún gæti meira að segja gengið.

Björn (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband