Ekkert 1.apríl gabb hjá Herjólfi í Landeyjahöfn.

Spaugstofan og fleiri hafa gert mikið grín að vandræðaganginum með Landeyjahöfn. Margir landsmenn hafa einnig hneykslast þessi lifandis ósköp á öllum kostnaðinum við byggingu Landeyjahafnar, sem lítið hafi verið hægt að nota. Hinir sömu hneykslast lítið á kostnaðarsömum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni,þar sem halda verður vegum opnum hluta ársins með kostnaðarsömum snjómokstri.

Það er alveg á hreinu að Landeyjahöfn verður mikil samgöngubót fyrir Eyjamenn og aðra landsmenn í framtíðinni. Menn finna lausnir á þeim vandamálum sem hafa komið upp og siglingar milli Eyja og Landeyjahafnar verður framtíðin.

Nýtt skip er nauðsynlegt. Reyndar held ég að menn ættu að halda gamla Herjólfi og nota hann til flutninga í Þorlákshöfn. Það gengur ekki að vera með farþegaskip og nota það jafnframt í fiskflutninga.

En það er ágætt að hefja siglingar ekki að nýju 1.apríl. Rétt að byrja á öðrum degi.


mbl.is Herjólfur ekki í Landeyjahöfn á föstudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigurður, ég tók mér það bessaleyfi að birta þessa blogggrein á andlitsbókinni, þú skrifar þessa grein svo vel, ég er sammála þér, og mig langar að benda á þá staðreynd að hefði nýtt skip verið byggt, þá værum við búinn að lenda í ýmsum hrakförum þarna uppfrá, það er líka í eina skiptið sem ég get verið þakklátur bankahruninu.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.3.2011 kl. 11:17

2 identicon

Þeim hjá Eimskip er alveg sama þótt engvir Ferðamenn koma hingað til Eyja eður ei um Landeyjarhöfn.þetta skip Scandia er orðið dýrt,Danir gátu ekki notað það við dýfkun hjá sér,það átti að vera nógu gott fyrir okkur. Íslenska Gámafélagið sem er með þetta Skip plataði okkur rækilega og græðir vel á þeim bjánum sem sömdu við þá.Svik og prettir,ekkert annað.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 16:55

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir Landeyjahöfn verður aldrei nothæf sem hafnarmannvikri!

Sigurður Haraldsson, 30.3.2011 kl. 21:28

4 identicon

Góð grein hjá þér Sigurður !

En ég held að Vilhjálmur hafi ekkert fyrir sér með það að þeim hjá Eimskip sé alveg sama þótt engir ferðamenn komi til Eyja.

Ég held það sé ósk okkar allra sem búum á landsbyggðinni að ferðamenn sæki okkur heim.

Kær kveðja, Örn.

Örn Stefánsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband