Skiptir sjávarútvegurinn engu máli í huga Jóhönnu?

Auðvitað er það atvinnuskapandi að auka opinberar framkvæmdir,en það kostar heilmikla peninga úr ríkissjóði. Það verður að afla þeirra peninga með verðmætasköpun. Það er ekki hægt að ganga lengra í skattpíningu.

Merkilegt að Jóhanna forsætisráðherra skuli ekki einu einasta orði minnast á sjávarútveginn. Vitað mál er að allir í greininni halda sér höndum vegna hinnar miklu óvissu sem ríkir þar. Þetta bitnar harkalega á mörgum sjávarútvegsplássum.

Það er alveg furðuleg pílitík að ætla á þessum tímum að gera atlögu að kollvarpa öllum sjávarútvegi landsins. Væri nú ekki nær að létta af óvissunni þannig sú atvinnugrein færi á fullt í fjárfestingum og skapaði þannig tekjur fyrir þjóðfélagið. Sjómenn segja að það sé að auka fiskveiðar án þess að stofninn sé hættu. Það myndi skapa þjóðfélaginu tug milljarða tekna.

Stórframkvæmdir á borð við álver,gagnaver,kísilverksmiðju, heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga mun skapa þjóðfélaginu verðmæti til að standa undir kaupmáttaraukningu og framkvæmdum hins opinbera.

Það er dónaskapur hjá forsætisráðherra að minnast ekki einu orði á sjávarútveginn.


mbl.is Auka framkvæmdir um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttu ekki svona Sigurður, Össur er að fá ESB flotan til veiða okkar aflaheimildir.      Um hvað á þá að semja?

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 21:22

2 identicon

Hún  minntist ekki einu orði á nokkurn skapaðan hlut. Gamla lumman og bla,bla,bla. Íslendingar eru í rusllánaflokk- semsagt ekkert lánstraust- og í þessu landi verður ekkert framkvæmt og skiptir þá ekki máli hvort Icesav verður samþykkt eða ekki. Því miður.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já maður er ekki að skilja þetta, og hvað þá ef að hún og hennar fólk ætlast til þess að við fólkið trúum þessu...

Allar hækkanir og eitthvað ekki fyrr en 2012 og lengra, núna talar hún um að verðtryggja persónuafsláttinn...

Ég held hreinlega að hún gerir sér ekki grein fyrir þessu öllu saman lengur vegna þess að þetta allt er svo á skjön við öll önnur samvinnuplön...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.3.2011 kl. 21:26

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ég get ekki verið sammála þér Sigurður um sjávarútveginn og að SA eigi að ganga erinda LÍÚ að nota almenna kjarasamninga í þeim til gangi að þrýsta á Ríkisstjórn landsins hver svo sem situr í henni.  Það er stór alverlegt mál að samtök í landinu skuli sýna svona frekju.

Varðandi fjárfestingar í greininni þá er það bara brandari þegar LÍÚ menn eru að bulla um fjárfestingar. Flotinn er 15 árum of gamall og engir peningar til til að endurnýja 

Varðandi meiri aflaheimildir þá er það LÍÚ sem heldur aftur að aukningu aflaheimilda og hefur gert allan tímann síðan kerfið varð framseljanlegt. Til dæmis núna  er engin hætta á ferðum að auka þorsk alfa um helming en það má ekki því þá fá allir nógan kvóta og veðin í bönkunum falla í verði og duga ekki fyrir skuldum. 

Staðreyndin Sigurður er að þetta kerfi hefur kostað þjóðina milljarða í óveiddum afla og brottkasti. Er sannanlegur valdur af gjaldþroti þjóðarinnar og stenst ekki lög um mannréttindi.  það verður að afnema þetta kerfi og þagga niður GRÆÐGINA sem gripið hefur um sig innan LÍÚ.

Ólafur Örn Jónsson, 31.3.2011 kl. 21:46

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Frjálsar handfæraveiðar í ca. 3 mánuði? Hvað mundi það gera nema gott? Bara eitt lítið dæmi sem hægt væri að framkvæma strax og skapaði bæði fjöldan allan af störfum og miklar tekjur.

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2011 kl. 21:55

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Á sínum tíma skipaði Vinstri stjórni sáttanefnd. Nefndin komst að niðurstöðu þ.e. að fara svokölluðu samniningsleiðina. Hvers snýr þá Samfylkingin við blaðinu og neitar þeirri lausn?

Sigurður Jónsson, 1.4.2011 kl. 00:49

7 identicon

Þetta var nú frekar þunnur þrettándi hjá Jóhönnu og co.  

Fjallið tók jóðsótt og út kom lítil mús.

Nei, nei - auðvitað minnist hún ekki að sjávarútveginn enda er sjávarútvegurinn þyrnir í augum Samfylkingarinnar.  Plan Jóhönnu og co. varðandi sjávarútveginn er að ESB-væða hann og gera hann eins og sjávarútveginn í hinum ESB-ríkjunum, sem sagt veikan, óarðbæran og einungs ætlaðan í atvinnubótaskyni.

Páll Þ. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 11:01

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Herramenn hver er vilji þjóðarinnar sem búið er að hundsa 27 ár? Yfir 60% þjóðarinnar hafnar þessu kvótakerfi. Það brýtur í bága við almenn mannréttindi og mismunar þegnum þjóðarinnar. Það hámarkar ekki afraksturinn að miðunum og byggir ekki upp fiskstofna.

Með frjálsu framsali hafa skuldir útgerðarinnar aukist úr ca 70 milljörðum í 500 milljarða og stefnir í stór gjaldþrot ef við höldum þessari endaleysu áfram. 

Vestfirðir er ein arðvænlegasta verstöð á landinu vegna nálægðar við miðin en þaðan er búið með framsalinu að selja burtu mest allar aflaheimildir og fólkið missir eigur sínar og verður að flytja.

Til að hámarka verið á kvóta er búið að banna frjálsar handfæraveiðar. Eins og handfæraveiðar geti ógnað fiskstofnunum????

Nei fiskveiðistjórnun á að byggjast á uppbyggingu fiskstofna og hámarka af rakstur miðanna. Hvorugt hefur tekist með Kvótakerinu enda var það sett á í allt öðrum tilgangi. 

Sóknarmark með allan fisk a markað skilar því sem þarf að fá fram með fiskveiðistjórnkerfi.  Uppbygging, hámarkar afla, gerir öllum jafn hátt undir höfði, Jafnar byggð og mesta útflutnings verðmæti.

Ólafur Örn Jónsson, 1.4.2011 kl. 11:57

9 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Sigurður Samningaleiðin var bara málamynda "bull" til að halda áfram með sama kerfi í það minnsta í 20 ár. Menn verða að skilja að að baki þessu ferli stendur lítil klíka innan LÍÚ sem sér meiri hag að róa á bankanna en að bera björg í bú. Þegar ljóst var að komin var Ríkisstjórn sem var með á stefnuskrá sinni að gera breytingar á fiskveiðistjórninni brást þessi klíka við og knúði fram þetta samningaleiðar ferli til að fresta sem lengst áframhaldandi kvótakerfi treystandi því að þeirra menn kæmust aftur í stjórn.

Okkar áhyggju efni ætti að vera spillingin sem grafið hefur um sig í kringum þetta kvótakerfis rugl allt saman. Ég er ekki í rónni þegar ég veit fyrir víst að valdagráðugur gróðapungur og glæpamaður eins og Þorsteinn Már er kominn með hreðjatak á sjálfu Alþingi. 

Ólafur Örn Jónsson, 1.4.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband