Við þurfum ekki að kyngja Icesave. Gjör rétt, þol ei órétt. Segjum NEI.

Talið er að Tryggvi Þór Herbertsson,þingmaður,hafi verið sá aðili sem sannfærði Bjarna formann Sjálfstæðisflokksins að við ættum að segja já við Icesave. Tryggvi Þór er oft mjög rökfastur,glöggur og skemmtilegur, en í þessu Icesave máli er furðulegt að hann skuli beita sér fyrir samþykkt Icesave laganna. Tryggvi Þór talar um að við verðum að kyngja ælunni. Það er fráleitt að við berum lagaæega skyldu til að greiða skuldir sem einkabanki stofnaði til.

Auðvitað hefðu Bretar og Hollendingar farið í mál við okkur teldu þeir möguleika að sigra á þeim vettvangi.

Það er alveg ótrúlegt að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli leggja til að við tökum á okkur alla þá óvissu og skuldbindingar sem fylgja því að segja já. Svo gæti hæglega farið að við yrðum að greiða Icesave næstu 35 árin. Er eitthvað vit í slíku. Samkvæmt þróun gengis frá áramótum hefur skuldin samkvæmt Icesave lögunum þegar hækkað um tugi milljarða. Við hljótum að segja Nei við kröfum Breta og Hollendinga.

Vitað mál er að Samfylkingin leggur áherslu á að fá samþykki fyrir Icesave til að styggja ekki Breta og Hollendinga vegna umsóknar í ESB. Samfylkingin er tilbúin að kaupa þann aðgöngumiða dýru verði.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina haft að kjörorði: Gjör rétt, þol ei órétt. Það á vel við um Icesave. Segjum NEI á laugardaginn.


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því má bæta við gagnvart Tryggva Þór að ekki má gleyma því hverjir voru atvinnurekendur hans hjá Askar Capital banka,en auðvitað voru það Björgólfarnir. Á meðan Tryggvi gengdi stöðu þar að þá var hann einnig efnahagsráðgjafi Geir Haarde,já þvílíkur snillingur eða hitt þó heldur þessi maður Tryggvi Þór og hann er stór-kúlulánaþegi í þokkabót. ICESAVE ER SAKAMÁL OG ÖLL SAKAMÁL EIGA AÐ FARA FYRIR DÓM,OG ÞVÍ SEGI ÉG  NEI  VIР ICESAVE.

Númi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 23:31

2 identicon

Hefur þú ekki meira álit á formanninum þínum Sigurður en  svo  að hann láti Tryggva Herbertsson hafa áhrif á dómgreind sína.? Held nú að Bjarni Ben sé betur gefinn en það

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 11:14

3 identicon

Lítum á björtu hliðarnar: Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér til að fylgja stefnu flokks síns, án þess að snúa út úr henni. Nöfn þeirra eru Birgir Ármannsson, Pétur H. Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. Þau lengi lifi. Húrra!

Og segjum síðan nei!

sigurður (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 15:44

4 identicon

Lýðræðið er enn í þróunn og í dag býr almenningur um alllan heim, jafnvel í lýðræððisríkjum, við lítil völd, einnig varðandi við hvað hann gerir við sitt eigið fé. Helsta dauðaorsökin í fátækustu löndum heims er þjóðarskuldir, að almenningur sé dæmdur til að greiða fyrir mistök stjórnvalda og viðskiptamanna, jafnvel bara hrein kúgun. Afríkumenn hrynja niður úr alnæmi og geta ekki ræktað land, fyrst og fremst afþví þegar búið er að borga fyrrum nýlenduherrunum skuldir sínar, er enginn afgangur til að byggja sjúkrahús eða rækta upp landið, sem vel væri hægt. Þannig að rót vandans eru skuldirnar og sú mikla ánauð sem hún leggur á þjóðirnar. Þetta gildir um fleiri ríki víðar um heim og saga Haítís lýsir því best, það var blómlegt land um tíma. Í dag er verið að berjast fyrir að þessar þjóðir þurfi ekki að borga. Það gengur hægt, en ótal menn um allan heim hafa tekið höndum saman, trúarleiðtogar, viðskiptafrömuðir og framsýnir sjórnmálamenn, og þessir menn munu aldrei gefast upp. Ef Ísland fær undanþágu frá skuldum í krafti smæðar sinnar, fá þessir menn og þessar þjóðir hjálp í þessu máli, það skapar þá lagalegt fordæmi á alþjóðavísu.

Jóhannes Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband