Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stokka upp spilin.

Það er mikið áfall fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins að hafa tekið allt aðra afstöðu í Icesave málinu heldur en mikill meirihluti allra breyttra Sjálfstæðismanna. Að sjálfsögðu er þessi eindregna niðurstaða gegn samningnum mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og vandséð er hvernig Jóhanna og Steingrímur J. eigi að geta haldið áfram. Það getur aldrei orðið trúverðugt að þau túlki málstað Íslands miðað við það sem þau hafa sagt.

Það er einnig verulega slæmt að sú gjá skuli hafa myndast milli forystu Sjálfstæðisflokksins og meirihluta þingflokksins eins og raun ber vitni.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að stokka upp spilin. Innan flokksins er mikið um hæfa forystumenn eins og t.d. Hönnu Birnu fv. borgarstjóra og Ásdísi Höllu fv. bæjarstjóra í Garðabæ. Þá hefur Unnur Brá þingmaður einnig styrkt verulega sína stöðu.

Auðvitað þarf að efna til þingkosninga sem fyrst, en Sjálfstæðismenn verða áður að huga að endurnýjun innan sinna raða.


mbl.is Fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn sé að klofna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Verðum að fá Hönnu Birnu til foristu.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.4.2011 kl. 16:35

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég tek undir með Vilhjálmi Stefánssyni

Þórólfur Ingvarsson, 10.4.2011 kl. 21:42

3 identicon

Já, uppstokkun hjá Sjálfstæðisflokknum, og hún þarf að gerast nokkuð hratt, því að enginn veit, hvenær þingkosningar og ný stjórnarmyndun gætu orðið. Nóg er af hæfu fólki innan flokksins. Auk þeirra fjögurra þingmanna, sem treystu sér til að standa við stefnu hans í Icesave, kemur til dæmis margt ungt fólk upp í hugann. 

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband