Vinstri grænir vilja reka Ásmund fyrir að fara eftir stefnu flokksins.

Vinstri grænir fengu mikið fylgi í síðustu kosningum. Margir kusu þá m.a. fyrir einarðlega stefnu gegn aðild að ESB. Það er því athyglisvert að nú skuli innsti kjarni VG vilja reka þingmann sem hefur haldið sig við grundvallarstefnu flokksins. Hefði nú ekki verið nær fyrir flokksfélög VG að mótmæla vinnubrögðum forystu flokksins. Vinstri grænir hafa nefnilega gjörsamlega tapað trúverðugleika sínum. Vinstri grænir er ekki sá staðfasti flokkur um grundvallaratriði sem margir héldu. Vinstri grænir eru ekkert annað en hentistefnuflokkur sem er reiðubúinn að fórna sínum grundvallarhugsjónum fyrir ráðherrastóla.

Vinstri grænir hljóta að fá mikla útreið í næstu kosningum þó ekki væri nema fyrir að samþykkja aðlögunarferli að ESB.


mbl.is Vilja að Ásmundur Einar segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Fróðlegt verður að sjá nýu stefnuskrána, í næstu koningum. En það mun einginn taka mark á henni. VG, er búinn að vera!! Var reindar aldrei neitt nema eftirhreitur af gamla kommaflokknum, hinir flúðu yfir í Samfilkinguna sem er samsuða af úreltum flokkum, og er hentistefnuflokkur!! Þetta er nú það sem okkur er gert að treista fyrir landinu okkar og þjóð!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.4.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er betra að falla með sinni sannfæringu og stefnu flokksins/kjósendanna en að fylgja fjöldanum á villuvegferð í eiginhagsmunaskyni, eins og svo margir gera í VG.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.4.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það verður á endanum til úr þessu hinn ágætast vinstri flokkur með Ásmund Einar sem formann og Ögmund varaformann og Lilju Móses sem ritara.... Brussel-liðar Vg fara inn í smáflokkinn Samfylkingu ásamt samherjum sínum af D-lista... Þetta verður hin besta ormahreinsun sem ísleknsk pólitík hefur nokkru sinni gengið í gegnum og við fáum alvöru Samsuðuflokk þar sem hver höndin verður upp á móti annarri í vegferð þeirra til Brussel þar sem þau vilja öll komast í feit embætti fjarri óreiðustjórnmálunum.... Og við náum að loks að byggja landið upp að nýju á raunverulegum gildum og náum því vonandi að hrista af okkur "auðvisana" sem komu okkur nærri því á kaldan klaka.... Núverandi flokksformenn fara í sín gömlu störf hjá flugfélögum, við bensíafgreiðslu og sem smalar því sendiherrastöður verða ekki lengur boði fyrir uppgjafapólitíkus....vonandi...!

Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 22:50

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

held ad thad thurfi mikklu oflugri ormahreinsun en thad Omar

held/vona ad timi 4flokksins se lidinn undir lok

Magnús Ágústsson, 25.4.2011 kl. 04:52

5 identicon

Svona sé ég þetta líka. Þremenningarnir eru þeir einu sem EKKI eru að svíkja aðal kosningaloforðin.

Og hver voru þau? EKKI ESB, EKKI ICESAVE og EKKI AGS.

Það væri nær að restin myndi fara....þessi leikur er eingöngu gerður til þess að halda völdum sama hvað það kostar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 09:50

6 Smámynd: Che

Ómar, ég held að það ætti að halda Ögmundi frá Liljuflokknum, því að annars deyr flokkurinn. Það mikilvægasta fyrir Ögmund eru persónuleg völd. Það er ótrúlegt, að ekki allir sjá í gegnum hann. Eftir valdabrölt sitt studdi Ögmundur IceSlaveIII-samninginn af fullum krafti. Hann á ekki heima í Liljuflokknum, heldur mun hann daga uppi í því sem eftir verður af stalínistaflokknum VG eftir næstu kosningar.

Che, 25.4.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband