Hópur öryrkja hefur ekki efni á mat eða bensíni hjá norrænu velferðarstjórninni.

Ég hlustaði fyrir stuttu á ræðu hjá Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra, á Alþingi. Þar dró Jóhanna upp þá mynd að hinni tæru vinstri stjórn, sem kennir sig við norræna velferð hefði tekist að standa vörð um lífskjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu. Þeir hefðu fengið mun meira heldur en aðrir. Skattar þeirra væru nú mun hagstæðari en áður. Kaupmáttur þeirra hefði aukist mun meira en annarra. Samkvæmt myndinni sem Jóhanna dró upp ættu hinir verst settu alls ekkert að vera að kvarta. Þeir hefðu það bara nokkuð gott.

Þegar maður heyrir svona ræðu hjá Jóhönnu hljóta að vakna spurningar, hvar forsætisráðherra heldur sig. Hún er allavega ekki í miklum tengslum við almenning í landinu og varla getur verið að hún taki sjálf bensín á bílinn sinn eða fari út í búð að kaupa í matinn. Það er ekki skrítið að Jóhanna hafi tapað öllu því trausti sem hún hafði sérstaklega hjá þeim verst settu.

Það er ömurlegt að það skuli vera staðreynd að hóðpar fólks geta á engan hátt lifað á því sem þeir hafa milli handanna. Það er skelfilegt að svo skuli forsætisráðherra tala um norræna velferð.


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna kemur út sem versti óvinur öreiga; Hennar verður minnst sem mesta hræsnara og svikakvendis íslandssögunnar; Konan sem fékk sjúka og veika til að styðja sig.. og réðst svo að þeim og tók mat úr munni bláfátækara... það er eftirskrift Jóhönnu.. og Steingríms líka.

Disclaimer
Nei ég sagði ekki að aðrir flokkar væru betri

doctore (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 12:20

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það er enginn vandi að blaðra svona út í loftið. Hvar eru tölurnar drengir?

Raunveruleikinn er sá að persónuafsláttur var hækkaður þrátt fyrir efnahagshrun og þeir verst settu hafa verið varðir með lægri sköttum og hærri bótum.

Sveinn R. Pálsson, 26.4.2011 kl. 15:29

3 identicon

Spurning til dæmigerða moggabloggarans!

Hvað örlög hlutu barnabæturnar i hinni hreinræktuðu vinstri stjorn Johönnu? 

Þórður (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 19:49

4 identicon

Þetta er orðinn hreinn viðbjóður.. ég missti vinnuna og næ engan veginn endum saman. var farinn að hlakka til að fá vaxtabæturnar til að greiða það sem er á leiðinni í lögfræðing og greiða upp reikningasúpuna sem hefur safnast upp.

En nei núna eru þau jóhanna og co. búin að ákveða að allar vaxtabætur verða gerðar upptækar uppí skuldir við hið opinbera. Og þar sem ég er með meðlagsskuld sem er tilkomin útaf atvinnumissinum þá fæ ég takk fyrir engar vaxtabætur í ár, þær skulu gjöra svo vel og fara uppí meðlagsskuldina sem ég er nota bene búinn að semja um hjá innheimtustofnun sveitafélaga.

Hvað gerist næst, láta barnabætur ganga sjálfkrafa uppí skuldir hjá þeim sem skulda íbúðalánasjóði kannski.

Forræðishyggja af verstu sort (gubb)

Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband