Hvað gerir Guðfríður Lilja? Yfirgefa Siv og Guðmundur Framsókn?

Tíðinda er örugglega að vænta úr pólitíkinni á næstunni,það er alveg á hreinu. Það getur t.d. ekki verið að Guðfríður Lilja þingmaður Vinstri grænna geti stutt ríkisstjórnina áfram. Guðfríður Lilja hefur þótt standa sig vel og margir líta á hana sem hugsjónakonu og baráttukonu fyrir ákveðin gildi í stjórnmálunum. Ætlar Guðfríður Lilja virkilega að kyngja öllu og halda áfram stuðningi við VG forystuna. Það væri furðulegt ef hún gerði það í stað þess að fylgja félögum sínum Atla,Ásmundi og Lilju.

Jóhanna og Steingrímur J. gera sér örugglega grein fyrir að miðað við stöðuna springur stjórnin á næstu dögum verði ekkert að gerta. Það má því pottþétt gera ráð fyrir fréttum varðandi Siv og Guðmund Steingrímsson. Þau eiga á engan hátt samleið með forystu Framsóknarflokksins og eru á leiðinni til bjargar Vinstri stjórninni. Það verður stóra fréttin á næstu dögum.

Katrín Jakobsdóttir,menntamálaráðherra, er að fara í barnaeignaleyfi,þannig að ráðherrastóll losnar og Siv er örugglega veik fyrir slíku tilboði.

Sem sagt það verður fleiri tíðinda að vænta á næstum dögum heldur en nýr þingflokkur. Siv og Guðmundur verð'a fréttaefnið.


mbl.is Tíðinda að vænta í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held ekki að þau verði sérstakur fréttamatur.  Nema þá að reiði fólks beinist að þeim fyrir að framlengja þetta slitrótta líf.  Það er miklu frekar eitthvað annað, svo sem sameining flokksbrota og jafnvel að einhverjir sláist þar með í för, sem verður undanfari nýs stjórnmálaafls, sem kveður að í næstu kosningum.  Og komin tími til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 20:34

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Siv selur sig fyrir feitt embætti hjá Samfylkinguni  

Vilhjálmur Stefánsson, 26.4.2011 kl. 21:27

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Jesús minn almáttugur hvernig nennið þið að eltast við fréttir af þessum hippum. Ætli það sé ekki öllum andskotans sama hvað þau þvælast í þessu ævintýri sínu.

„Það má segja það, að hugsanlega sé að vænta tíðinda. En ég lofa engu.“

Hann talar eins og fólk gjörsamlega gapi af eftirvæntingu. 

Jón Gunnar Bjarkan, 27.4.2011 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband