Björgvin,Oddný og Róbert. Nú reynir á ykkur.

Skrípaleikur vinstri stjórnarinnar virðist engan enda ætla að taka gagnvart Suðurnesjum. Fyrir 6 mánuðum hélt ríkisstjórnin fund á Suðurnesjum,þar sem aðaltrompið var að kynna Suðurnesjamönnum hugmyndir um flutning Landhelgisgæslunnar á svæðið.

Nú kemur Ögmundur fram og segir að flutningur Landhelgisgæslunnar sé ekki á dagskrá.

Nú reynir á þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi þau Björgvin, Oddnýju og Róbert. Ætla þau að kyngja þessu. Þau þrjú hafa afl til að keyra þetta mál í gegn hafi þau vilja til þess.


mbl.is Landhelgisgæslan ekki flutt í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður gamli minn ...... ég vissu nú að þú hafir alltaf verið bjartsýnismaður ,,,,,, en nú ertu komin langt fram úr þér að ætlast til að   ÞETTA  fólk láti máið eitthvað til sín taka ....frekar en  ALLTAF  áður.

Þetta er handónýtt lið .... passar bara að verma sína stóla ..... og SYNGJA  með !!!!!!

MioMajó

Manús Jónasson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 15:38

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

En hvað með hagkvæmniathugunina?

Skeggi Skaftason, 28.4.2011 kl. 19:40

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Já mr. MioMajó ég verð að viðurkenna að þetta Samfylkingartríó í okkar kjördæmi er ekki lílegt til að gera mikið. Ég heyrði viðtal við Róbert í dag,þar sem hann segir þetta ekki ganga. Þetta lið gefur alls konar yfirlýsingar,en ekkert gerist. Þessa vesæla vinstri stjórn og hennar lið var að aupa sér frið með sýndarmennskufundi og innihaldslausum loforðum. Auðvitað kostar eitthvað að flytja gæsluna, en til lengri tím er það hagkvæmt. Það kostar líka að láta ástand stöðnunar og að ekkert gerist í atvinnumálum á Suðurnesjum.

Sigurður Jónsson, 28.4.2011 kl. 20:52

4 identicon

Víkurfréttir sögðu 23. apríl frá atvinnumálum í Reykjanesbæ, síðan ríkisstjórnin hélt þar fund 9. nóvember. Fjölgun á atvinnuleysisskrá nemur 140, burtfluttir eru 20, og aðrir 20 hafa bætzt við á framfæri bæjarins, samtals 180 manns. Hlutfall atvinnulausra hefur vaxið úr 12,7% og er orðið 14,5%. Vonandi gerir stjórnin bæjarbúum þann greiða að halda ekki fleiri fundi á þessum slóðum.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 21:41

5 identicon

Skeggi spyr athyglisverðrar spurningar, um athugunina á hagkvæmni. Hún getur auðvitað aldrei orðið annað en áætlun, byggð á sjónarmiðum þeirra, sem semja hana. Það gæti munað hundruðum milljóna eftir því, hverjir það eru. Þess vegna hefðu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ átt að fá að koma að þessari áætlanagerð.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband