Þráinn þingmaður hlýtur að hækka launin getur sjálfur ekki lifað af rúmum 500 þús.kr.

Þráinn Bertelsson þingmaður VG lýsti því yfir á Alþingi að hann gæti ekki lifað af þingfararkaupinu, sem eru rúmar 500 þús.kr. á mánuði.

Launþegar hljóta að fagna þessari yfirlýsingu Þráins. Þessi þingmaður hefur líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér og getur því ráðið því sem hann vill ráða.

Framundan eru kjarasamningar við opinbera starfsemnn. Þeir eiga samkvæmt þessu von á verulegri kjarabót. Þráinn Bertelsson er varla að gaspra eitthvað út loftið. Hann segist ekki geta lifað af rúmum 500 þús.kr, á mánuði, sem engin ástæða til að draga í efa að sé rétt hjá honum.

Nú eru það ansi stórir hópar í þjóðfélaginu, sem hafa alls ekki þessi laun og það ekkert nálægt því. Sá sem er atvinnulaus hefur t.d. um 160 þús. á mánuði. Lægstu laun eiga að vera komin í 204 þús. árið 2013,þannig að það er langt í land að þau verði 500 þúsund.

Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir stöðu margra hópa í þjóðfélaginu að þingmaður lýsi því yfir að hann treysti sér ekki að lifa á rúmum 500 þús.kr, mánaðarlaunum. Hvernig á fólk að fara að því að franfleyta sér og standa við ýmsar skuldbindingar með miklu lægri laun.

Þingmaðurinn hlýtur að fylgja þessari yfirlýsingu sinni eftir að því að breyta sér fyrir verulegum bótum fyrir launþega landsins. Hann hefur líf vinstri stjórnarinnar í hendi sér. Nú reynir á Þráinn Bertelsson. Það eru nefnilega fáir launþegar sem geta bætt sér upp léleg kjör með listamannalaunum.

 


mbl.is Löngu tímabærar kjarabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki máttu gleyma skattlaus "heiðursmannalistalaun" uppá 160 þús. Gerirr hátt í 700 þús.Þetta fólk telur sig vera að vinna en ekki við almenningur og þess vegna verða þeir að fá mannsæmandi laun á meðan verkýðurinn er svívirtur. Svo var búið að reykna út neysluviðmið fyrir almenning. Þar þarf einstaklingur  að hafa tæp 300.000 til að lifa. Hvað voru þessir verklýðsforingjar að semja um þegar liggur fyrir frá ríkinu, útreikningur á því hvað hver þarf til að framfleyta sér.

Kveðja Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltestesd (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 19:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Liggur ekki beint við að hækka laun þingmanna því varla viljum við horfa upp á þá andast í beinni útsendingu, eða hlýtur það ekki að gera fyrr en síðar ef þingmenn geta ekki lifað af launum sínum.....? Kannski þarf að taka tillit til fjölskylduaðstæðna þingmanna einnig til að tryggja að stórar fjölskyldur hafi efni á að fyrirvinnan sitji á Alþingi, en ekki bara einsetumenn og konur..... Á Alþingi eiga nefnilega sem flestar stéttir þjóðarinnar að eiga fulltrúa en ekki bara fámennar klíkur lögfræðinga, hagfræðinga ásamt einstaka náttúrufræðingi, verkfræðingi og flugfreyjum....

Ómar Bjarki Smárason, 8.5.2011 kl. 21:08

3 identicon

Því miður er ég ósammála Sigurði Jónssyni og dreg allt í efa, sem Þráinn Bertelsson segir, hvert einasta orð hans. Auk þess bannar ekkert þingmönnum að afla sér annarra tekna, ef þeir eru óforbetranlegar eyðsluklær og ófærir um ráðdeildarsemi eða á hvínandi hausnum. Eru ekki annars sárafáir þingmenn, sem nú um stundir verðskulda góð laun?

Sigurður (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband