Var Jóhanna að meina Árna Pál þegar hún ræddi um hátekju- og sjálftökuliðið?

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur ekki sparað stótu orðin um það sem hún kallar hátekjuliðið, ofurlaunaliðið og sjálfstökuliðið. Allir með meira en milljón á mánuði skulu sko fá að finna fyrir því.

Væntanlega hefur Jóhönnu blöskrað svona hressilega þegar hún sá allar greiðslur Íbúðalánasjóðs til flokksbróður síns Árna Páls núverandi viðskiptaráðherra og fyrrverandi félagsmálaráðherra.

Já þær eru kaldar kveðjurnar sem Jóhanna sendir Árna Páli.

 


mbl.is „Með ítarlegar tímaskýrslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Páll ráðherra á að segja af sér strax í dag. hann er ráðherra í vinstristjórn sem er með haturs áróður gegn fyrrverandi ráðherrum og útrásarvíkingum og verið hneigslaður. 

Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 13:41

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, ég efast um að forsætisráðherrann hafi átt við viðskiptaráðherrann. Hann er hennar maður.

Kolbrún Hilmars, 7.6.2011 kl. 14:25

3 identicon

Og ég sem hélt að hann væri heiladuður ...en svo er ekki hann kann allavega að maka krókinn

Omar (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 14:34

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhanna Sigurðardóttir veit greinilega ekki hvað er að gerast í raun og veru á Íslandi, en ég kenni Hrannari aðstoðarmanni hennar um, að henni hafi mistekist.

Árni Páll er undir verndarvæng Hrannars sem kennir Jóhönnu um, án þess að segja það beint!

Hrannar skal ekki sleppa við sína ábyrgð, eins og hann ætlaði sér, með því að láta Jóhönnu fá skammirnar!

Það er ekki réttlátt að kenna Jóhönnu um það sem Hrannar og restin af ESB-öfgatrúarsinnum gerir!!!

Það hefur greinilega valist mjög ESB-sinnað fólk í þessa ríkisstjórn sem situr við völd á Íslandi í dag. Valinn baugs-mútuþega-ESB sinni úr öllum geirum samfélagsins, stjórna landinu áfram til glötunar.

Það er ekkert lýðræðislegt við svona áróðurs-spillingar-fylkingarsamkundu, sem þiggur sín laun frá bæði ESB-sinnum og ESB-andstæðingum, sem er almenningur í þessu landi.

Ég er Evrópusinni, en ekki ESB sinni. Brussel-klíkan er ekki traustsins verð. Ég stend með almenningi í Evrópu, sem hefur verið svikinn af ESB-Brussel-svikurunum!

En öll þessi spillta ESB-herferðar-ríkisstjórn Íslands er ekki að vinna að ESB-aðlögun í umboði alls almennings, svo mikið er víst!

Óréttlæti eru svona vinnubrögð kölluð, og eru í stíl við landsdóms-málið, þar sem á að hengja einn mann fyrir alla sem að glæpnum komu! Og restin af glæpamönnunum, sem bentu á glæpamanninn Geir og létu sig sjálf sleppa, eru að stjórna landinu í dag!

Getur þetta orðið mikið verra? Glæpamenn, sem kusu í skjóli alþingisvalds, að sleppa við landsdóm, stjórna Íslandi í dag? 

Nú er komið meir en nóg, og nú er þessari fáránlegu ESB-þvingunarstjórn ekki stætt á að sitja lengur, vegna vanhæfis og óréttlætislegra vinnubragða! Hún getur ekki endalaust falið syndir sínar á bak við syndir Sjálfstæðis og Framsóknarflokksins!

Spillingin er ekkert skárri þótt hún komi frá Samfylkingunni og Vinstri Grænum, heldur verri, vegna þess að þau þóttust vera skárri, og þóttust meira að segja vera velferðarstjórn með heimilis-skjaldborg? En annað hefur komið á daginn, og hafi þetta fólk skömm fyrir sín lúalegu og svikulu vinnubrögð! 

Réttlæti er óþekkt og óskilgreint orð, í orðabók þess fólks, sem situr á valdastólum í alþingishúsinu núna. Svo mikið er dagljóst. Það blikka öll viðvörunar-hættuljós í þessu samfélagi, sama hvert maður lítur, um að þessi ríkisstjórn er HÆTTULEGA VANHÆF!

Það er orðið slæmt þegar frekar vinstrisinnað fólk (en ekki öfgasinnað), eins og ég tel mig vera, er farið að velja frekar sumt fólk úr gömlu flokkunum, til að treysta fyrir hagsmunum almennings, heldur en það fólk sem yfir þessari þjóð ræður í dag!

Reynsla og þekking skapa skoðanir mínar og skilning, og óréttlætinu skal aldrei hlífa! Ég hef oft gagnrýnt sjálfa mig hart, og ég gagnrýni líka aðra hart, í von um leiðréttingu og réttlæti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.6.2011 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband