Réttsýnt og heiðarlegt fólk til í Samfylkingunni.

Ég er ekki einn um það að hafa oftast hneykslast á vinnubrögðum ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar. En sem betur fer finnst innan raða Samfylkingarinnar réttsýnt og heiðarlegt fólk. Það sýnir sig nú þegar pólitískar ofsóknir eru viðhafðar gegn Geir H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og fv. formanni Sjálfstæðisflokksins. Þá stíga fram nokkrir úr forystu Samfylkingarinnar og lýsa yfir stuðningi við Geir og jafnframt fordæma þau póltísku réttarhöld sem nú er hafin.

Það er skelfilegt að innan Samfylkingarinnar skulu vera nokkrir þingmenn sem greiddu atkvæði sitt á hvað hvort kæra ætti fyrrverandi ráðherra. Auðvitað sér allt réttsýnt og heiðarlegt fólk að það er fáránlegt að viðhafa svona pólitísk réttarhöld.

Skoðið hvernig eftirtaldir þingmenn höguðu atkvæði sínu:

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.

Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir.

Þetta Samfylkingarfólk var til skammar.
En sem sagt. Sem betur fer er til réttsýnt og heiðarlegt fólk innan Samfylkingarinnar eins og sást á stuningsfundi Geirs H.Haarde.

 


mbl.is Þverpólitískur stuðningsfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já sem betur fer...er í öllum flokkum gott fólk..Ég var með þeim fyrstu til að skrifa hjá Geir..enda alltaf líkað vel við manninn og ekki lengur í neinum flokki .Mér finnst þessi atlaga til stórskammar!
Kveðja Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.6.2011 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband