Steingrímur J. sló met í spaugsemi.

Ansi fer það nú Steingrími J. illa að tala um niðurrifsöfl annarra.Steingrímur J. talaði um geðillsku gamalla fauska án þess að nefna nokkur nöfn. Fáir hafa nú átt meiri þátt í að rífa niður en umræddur Steingrímur J. og félagar hans í VG. E#kki höfum við á Suðurnesjum t.d. séð þennan óskaplega vilja Steingríms J. og félaga til að byggja upp atvinnulífið. Frekar held ég að íbúar Suðurnesja séu nú þeirrar skoðunar að félagarnir í VG hafi verið drjúgir við að rífa niður,tefja og komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu.

Fyrir nokkrum vikum talaði Steingrímur J. þannig til þjóðarinnar að allt færi hér í kalda kol ef þjóðin samþykkti ekki Icesave reikning Breta og Hollendinga. Sem betur fer5 hlustaði þjóðin ekki á niðurrifstalið í Steingrími J. og sagði NEI við Icesave.

Nú kemur þessi sami Steingrímur J. og talar um niðurrifsöfl. Er hægt að hugsa sé meiri brandarakall en Steingrím J. Reyndar hefði það orðið ansi slæmur brandari fyrir þjóðina hefði hún hlustað á hann.


mbl.is Fordæmir niðurrifsöfl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Var það helv. afglapanum honum Steingrími að kenna að Suðurnesjamenn byggðu útskipunarhöfn og hálft álver án þess að eiga vísa orku fyrir álverið? Hafa vinstri grænir staðið í vegi fyrir því að orka fyndist á Reykjanesi?

Hér er ekki dregið í efa að  stjórnsýsluafglöp hafi átt sér stað í Reykjanesbæ.

Getur ekki hugsast að Árni Sigfússon sé mesti afglapi heimsins í sveitarstjórn?

Árni Gunnarsson, 9.6.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband