Hvernig þjóðfélag eru Vinstri grænir að boða?

Breytingar á sjávarútvegskerfinu, sem Jón Bjarnason og VG hafa boðað fá falleinkunn hjá sérfræðingum, sem gefið hafa álit sitt á frumvarpinu. Þessir sérfræðingar voru fengnir til aðskrifa álit að beiðni ráðuneytisins. Fram kemur að verði frumvarpið samþykkt hafi það mjög slæmar afleiðingar fyrir útgerð og fiskvinnslu og fjárhagslega afkomu þjóðarinnar.

Það er merkilegt að heyra nú í ýmsum forystumönnum VG eins og t.d. Svandísi Svavarsdóttur. Hún segir að það skipti ekki höfuðmáli hvaða hagfræðilegar afleiðingar frumvarpið hafi. Það þurfi að hafa margt annað í huga. Stefna VG er sem sagt að þj´ðoðin megi alls ekki í heild hagnast,ef einstakir aðilar gætu hugsanlega hagnast. Það er þá betra að allir hafi það skítt.

Hvers konar þjóðfélag er VG eiginlega að boða. Sjávarútvegurinn má alls ekki blómstra. Það verður að draga alla niður. VG vilja ekki virkja og skapa atvinnu í stórfyrirtækjunum vegna þess að einhver kann að græða. VG leggjast á móti öllum atvinnurekstri sem byrjar á einka.

Vonandi fara fleiri og fleir að sjá að Vinstri grænir eru mesta meinsemdin í okkar þjóðfélagi. Íslendingar vilja ekki sjá það kommaþjóðfélag sem VG boðar að allir verði að hafa það slæmt, því engvir megi hagnast.

Kjósendur verða að hafna Vinstri grænum. Það er hagur þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög svo sammála þér og skrítið hvernig mörgu er snúið á hvolf í umræðunni.

Það sér sér enginn hag í neinu í núverandi umhverfi.

Ég hef engin tengsl og litla þekkingu á sjávarútvegi ein eins og ég skil þetta þá ætla menn að taka kvóta af þeim sem keyptu hann og færa þeim sem seldu hann og helst skemma hagkvæmnina í leiðinni.

Kannski var þetta ósanngjarnt kerfi í upphafi ? Ég þekki það ekki en bætir önnur ósanngirni eitthvað ?

Það sem okkur vantar eru minni ríkisafskipti og meira frelsi.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 14:00

2 identicon

Það er nefnilega meinið sem heldur ríkisstjórninni lifandi, Vinstri græn vita það nefnilega að ef það yrði kosið núna næðu þau varla manni inn, fyrir þau sem eru inni núna gildir gamla lumman. Flýtur á meðan ekki sekkur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 15:57

3 identicon

Kjörorð VG eru: Það verða allir að sökkva jafnt.

Baldur (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 17:37

4 identicon

Allir verða að vera jafnir. Allir jafnfátækir. Þessu vinstrivillufólki er fyrirmunað að sjá að almenn velferð er mest þar sem einstaklingsframtakiðfær að njóta sín.

Hörður Kristjánasson (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 19:25

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hagnaður felst ævinlega í því að rústa byggðum eins og gerðist þegar makaðslögmálið tók stjórnina á Íslandi.

Og eftir nokkurra ára stjórn skildi eftir efnahagshrun þjóðarinnar og bankahrun þar sem þrír bankar þessarar fámennu þjóðar komast inn í stærðarflokk 10 stærstu dæma sögunnar.

Og nú þessir markaðshyggjupostular komnir af stað enn einu sinni og segja að það borgi sig best að láta byggðunum blæða út svo kvótagreifarnir geti hirt meira út úr auðlindinni.

Það er mikið gat í refsilöggjöfina á Íslandi að það skuli ekki vera tugthússök að vera svona illgjarn og heimskur drengir mínir. 

Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband