Við þurfum engar undanþágur fyrir þennan sjávarútveg okkar segir Össur. Verðum bara að komast í ESB.

Margir hafa óttast að Samfylkingin væri reiðubúin að fórna nánast hverju sem er til að komast í ESB klúbbinn. Framkoma og talsmáti Össurar utanríkisráðherra meðal forystumanna ESB hefur styrkt marga Íslendinga í þeirri trú að það eitt skipti Össur og Samfylkinguna máli að komnast undir pilsfald ESB.

Yfirlýsing Össurar um að við Íslendingar þurfum engar sérstakar undanþágur í sjávarútvegsmálum er slík að hrollm setur að mörgum. Svona yfirlýsingar eru ekki líklegar til að styrkja samningsstöðu okkar nema síður væri. Það kemur berlega í ljós að Össur er tilbúinn að fórna hverju sem er til að komast inn hjá ESB. Össuri virðist líða alveg óskaplega vel innanum þessa toppa hjá ESB,þar sem hann getur slegið um sig með bröndurum. Hvaða máli skiptir þá þessi sjávarútvegur á Íslandi.

Það sem er þó furðulegast af öllu er að Vinstri grænir skuli sitja þegjandi undir öllu þessu. Hvernig í óskupunum stendur á því að VG lætur þetta yfir sig ganga. Ef VG stöðvar ekki nú þegar þessa vitleysu í Össuri held ég þeir missi endanlega það litla traust sem sumir bera enn til VG.

 


mbl.is Undrast orð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti kanski bara að þakka honum karlinum honum Össuri. 

Meira að segja hann lætur ekki eins og um eitthvað sé að semja í þessum efnum!

Eitt af fáum skiptum sem sannleikurinn í það minsta sést á milli línana hjá honum Össuri, þó hann velji að setja þetta fram eins og um æskilega katastrófu sé að ræða...

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 13:57

2 identicon

Össur segir þetta því hann veit fullvel að það eru engar undanþágur í boði og tilgangslaust að reyna að semja um þær, sambandið gerir ekki slíkt.

Það er svo aftur annað mál að við þurfum ekki á Evrópusambandinu að halda.

Baldur (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 14:33

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Fiskveiðiauðlindi Íslands verður að fiskveiðiauðlind ESB við inngöngu Íslands sem útskýrir að ekki verður hægt að veita neinar varanlegar undanþágur. Þetta veit Össur og er því að undirbúa þjóðina fyrir algjört afsal á þessari mikilvægustu endurnýjanlegu auðlind Íslendinga til handa fiskveiðiflota ESB. Þráhyggja ESB-ista um að hlutfallslegi stöðugleikinn tryggi okkur 100% aðgang um aldur og ævi er stórhættuleg Íslenskri þjóð enda hefur sú regla engan grunn í sjálfum sáttmálanum og verður breytt eftir hagsmunum stærri þjóða þ.e þessi regla verður notuð sem skiptimynt þegar sá tími kemur og öðrum en Íslendingum hentar og við munum ekkert hafa með það að segja.

Fiskveiðiauðlindin er eina auðlindin sem verður sameiginleg eign ESB við inngöngu ríkis í sambandið enda þurfa landlukta þjóðir engu að fórna frekar en Svíar, Finnar, Pólverja o.s.f, fórn íslands er gríðarleg og engu til að jafna í því samhengi enda veiðum við manna mest af fiski á hvert mannsbarn, þeir sem koma okkur næst í þeim efnum eru Norðmenn en þeir veiða bara 10% af okkar veiðum á hvern íbúa, samt höfnuðu þeir vit á að afhenda ekki fiskveiðiauðlindina til EB og ESB flotans. 

Þessi yfirlýsing Össurar breytir engu um samningstöðu landsins í sjávarútvegsmálum þar sem hún er engin fyrir.

EU Facts:

"The Common Fisheries Policy (CFP) is an EU policy designed to make EU fishing grounds a common resource by giving access to all member states."

"All subsequent members of the EU, including the UK, have accepted the CFP principle of equal access to fishing grounds (although the UK has a concession that gives UK fishermen exclusive fishing rights up to six miles off its coast). "

"The CFP says that EU waters are a shared resource that can be fished by any national fleet."

"The EU has also expanded its fishing area by paying other governments to allow EU ships to fish in their waters. These Third Country Agreements have proved controversial as some claim that fishing by EU vessels off the coast of North Africa has crippled local fishing communities."

"'In 30 years at sea I have never caught a whale, destroyed a dolphin... or dumped nuclear waste, but I have been forced by the EU to dump hundreds of tonnes of edible fish in the name of "euro-conservation".' - George Stephen, Aberdeenshire fisherman, 2000"

Eggert Sigurbergsson, 4.7.2011 kl. 15:52

4 Smámynd: Elle_

Já, það er nefnilega þýðingarlaust að vera að semja um ekki neitt, ekkert um að semja.  Össur veit það og hefur vitað það og ætti hans flokkur að hætta blekkingunum/lygunum um að verið sé að gá í e-n poka og semja. 

Elle_, 4.7.2011 kl. 22:56

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef alltaf sagt að Össur mun koma okkur inn og skrifa undir öll skjöl og þar með erum við komin undir ESB lög en hann hefir íslenskt einráðherravald sem er æði sterkt. Hann mun nota sömu aðferð og bankamenn og ýmsir aðrir þegar þeir kaupa fyrirtæki og borga kannski með pening frá því fyrirtæki sem þeir voru að kaupa.  

Valdimar Samúelsson, 5.7.2011 kl. 10:11

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vona samt að menn berjist strax á móti þessum möguleika. Þetta er landráðamaður í húð og hár.

Valdimar Samúelsson, 5.7.2011 kl. 10:13

7 identicon

Sæll "frændi."

Nú er ég einn af þeim sem hef sannfæringu fyrir því að það væri okkur til góðs og farsældar að vera í evrópusambandinu.

Vera þjóð í samstarfi með öðrum þjóðum sem vinna saman með það að leiðarljósi að efla og styrkja frið, mannréttindi og réttlæti.

En ég vil ekki öllu fórna til þess að svo megi verða. Ég hef reyndar engann hitt sem er tilbúinn til þess.

Meginmálið varðandi sjávarútveginn er að tryggja að við fáum að ráðstafa veiðum og vinnslu og eignarhaldi. Ef það verður gert með sérlausnum þá dugar það mér.

Sérlausnir fela það í sér að þeim verður ekki breytt nema með samþykki allra málsaðila.

Það eru engin dæmi þess í hálfrar aldar sögu ESB að farið hafi verið gegn einstökum þjóðum í þessu efni. Það er einmitt grunnstoð ESB að virða samninga og leita ávallt sátta.

Bið að heilsa.

Kjartan Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 11:10

8 Smámynd: Elle_

Evrópusambandið er pínulítill hluti heimsins og ekki einu sinni 1/2 Evrópa.  Fjöldi evrópskra ríkja kýs að standa utan við þetta yfirstjórnarbákn.  Það kallast ekki ´samstarf´að vera undir miðstýringu og yfirstjórn annarra ríkja.  Það kallast að gefa upp fullveldi landsins. 

Elle_, 5.7.2011 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband