Fagnaðarefni hvernig stjórnvöld tryggja samgöngur um þjóðveg eitt. Nú hlýtur að verða settur kraftur í að tryggja samgöngur við Landeyjahöfn allt árið.

Það er mikið fagnaðarefni að sjá hversu skjótt stjórnvöld og Vegagerðin bregðast við til að halda þjóðvegi eitt opnum eftir að brúin við Múlahvísl hvarf. Auðvitað geta menn ekki ráðið við náttúruöflin en menn geta ráðið því hvernig brugðist er við vandamálinu. Auðvitað gengur það ekki að þjóðvegur eitt sé lokaður á kafla. Þess vegna ber að fagna viðbrögðum stjórnvalda.

Í sambandi við þessu snöggu viðbrögð varð mér hugsað til Landeyjahafnar og samgangna við Vestmannaeyjar.Ég skrapp til Eyja um síðustu helgi. Þvílíkur lúxus að geta notað Landeyjahöfn. Þetta er svo mikil breyting til hins betra fyrir Eyjamenn og alla landsmenn. Með Landeyjahöfn má segja að Vestmannaeyjar séu komnar í beint vegasamband við þjóðveg eitt.

það er því eðlilegt að Vestmannaeyingar geri þá kröfu til stjórnvalda og Vegagerðarinnar að brugðist sé skjótt og öruggt við þeim vandamálum sem upp hafa komið varðandi Landeyjahöfn. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að þessa samgönguleið tryggi öruggar samgöngur milli Eyja og lands allt árið.Stjórnvöld verða að setja allt á fullt til að tryggja samgöngurnar.

Það þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi Landeyjahöfn til að tryggja að höfnin sé opin og það hlýtur að þurfa strax að huga að nýju skipi.

Það er krafa okkar að stjórnvöld sjái til þess að allir landsmenn geti notað þjóðveg eitt hvar sem þeir búa á landinu. Varðandi Múlakvísl er mikið rætt um að það ferðaþjónustan tapi miklu við þetta áfall og þess vegna sé nauðsynlegt að það taki sem stystan tíma að opna hringveginn að nýju.

Ferðaþjónustuaðilar í Eyjum eiga líka allt sitt undir að hægt sé að sigla til Landeyjahafnar alla daga ársins.


mbl.is Fyrstu metrar brúar verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sesar byggði 300m brú yfir Rínarfljót á 10 dögum fyrir um það bil 2000 árum síðan.

Kalli (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 12:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

"Landeyjarhafnarklúðrinu" verður ekki bjargað, þó svo að þægindin við að nota höfnina, þessa örfáu daga á ári sem er fært í hana, séu mikil.  Þá er erfitt að ætla sér að gera nokkuð af viti þarna á söndunum í samgöngumálum og ekki bjóðum við náttúruöflunum byrgin, það hefur sýnt sig...................

Jóhann Elíasson, 12.7.2011 kl. 12:50

3 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Það tók kannski 10 daga fyrir Sesar að byggja þá brú en hann hafði 10.000 menn við vinnu. Einnig fóru þeir ekki upp að ánni og sögðu bara "Jæja. Byggjum brú!". Það hefur tekið vikur, ef ekki mánuði að skipurleggja vinnuna og gera drög að teikningum fyrir brúnna o.s.frv. áður en þeir lögðu af stað, til að tryggja skjóta vinnu. Einnig var þetta brú sem var einungis hannað til að koma hernum yfir ánna, ekki til að tryggja örugga umferð fyrir bílaumferð í 1-2 ár á meðan varanleg brú verður smíðuð.

Jafnvel nútíma hernaðarbrú sem eru smíðuð í dag stenst enganvegin þær öryggiskröfur sem eru ættlaðar af allmenningsumferð þannig að allur þessi samanburður sem er að poppa um allar bloggsíður eru ekki samanburðarhæfar.

Einar Örn Gissurarson, 12.7.2011 kl. 13:01

4 identicon

Einar, Ertu að afsaka að Vegagerðin sé lengur að byggja nokkra metra brú yfir íslenskan læk heldur en Rómverjar fyrir 2000 árum síðan yfir eitt mesta fljót Evrópu? :)

Og hverskonar vanræksla er það eiginlega hjá Vegagerðinni að hafa enga viðbragðsáætlun vegna svona atburðar? Menn stóðu bara gapandi eins og að loftsteinn hefði lent á brúnni.

Kalli (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 14:10

5 identicon

Dapurt er að sjá þennan gamaldags hugsunarhátt sem birtist hér að ofan hjá Jóhanni Elíassyni. Það er eins og hann hafi alls ekkert fylgst með tímanna rás.

Þessi alveg sömu rök og hann er með í dag voru líka notuð fyrir fimmtíu árum varðandi Þorlákshöfn - hver er staðan þar nú ??????

Sömu sögu er að segja með Höfn í Hornafirði ---- þetta væri óðs manns æði að eyða peningum í slíka höfn, sem aldrei gæti orðið !!!!!!!!

Ég vil í allri vinsemd benda þessum ágæta manni, Jóhanni Elíassyni, að kynna sér þessa sögu ----- og dæma svo !!!!!!!!!!!!

Maggi á Grundó

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 23:31

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Kalli, hver ætli sé munurinn á þunga þeirra farartækja sem fóru yfir brú Rómverja yfir Rínarfljót og þeirra farartækja sem munu fara yfir bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl? Svo ættirðu að hafa í huga að Rínarfljót er ekki jökulfljót eins og Múlakvísl sem breytir sér stöðugt.

Ég hét að þú Sigurður Jónsson værir skynsamari en svo að þú skipaðir þér ekki undir einfeldningslega afstöðu Ögmundar ráðherra samgöngumála sem  óskaði eftir því að Landeyjahöfn yrði opin 365 daga á ári!!! Satt best að segja setur að manni hroll við að heyra slíkt slíka einfeldni frá ábyrgum ráðherra. Landeyjahöfn er klúður sem aldrei getur gengið upp og verður ekki nothæf nema fáeinar vikur á ári þegar hæg norðanátt ríkir.

Magnús jónsson, þú greinilega þekkir ekkert aðstæður í Þorlákshöfn mínum heimabæ. Hér er aðdjúpt og höfninn í hléi i bugtinni. Það sem þó skiptir sköpum er að við Þorlákshöfn er enginn sandur á hreyfingu fyrir utan höfnina svo neinu nemi í líkingu við það sem gerist við Landeyjahöfn. Samanburðurinn við Hornafjörð er miklu nærtækari en þar er það Hornafjarðarfljót sem hreinsar höfnina og heldur sandrifinu opnu. Ég hef áður bent á að eina vonin til að gera Landeyjahöfn að einhverju leyti nothæfa væri að veita Markarfljóti í gegnum höfnina en sérfræðingar Siglingastofnunar berja höfðinu við steininn, segjast hafa skoða þann möguleika en ekki litist á hann.

Líklega hefði verið mun skynsamlegra að byggja höfn við suðurströndina í minni Hólsár (Ytri-Rangá) sem er hrein bergvatnsá.

Var það ekki næg aðvörun þegar nýlega lá við stórslysi þegar Herjólfur var að sigla inn í Landeyjahöfn og alda reið undir skipið aftanvert og hafði næstum kastað skipinu á vestari hafnargarðinn. Um borð voru 300 farþegar, flestir ungir drengir að koma frá fótboltamóti í Eyjum. Hvað gerðist á Volgufljóti, það væri kannski rétt að hafa það víti til varnaðar.

Ætla ráðandi öfl í þjóðfélaginu ekki að vakna fyrr enstórslys verður við Landeyjahöfn?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.7.2011 kl. 09:37

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur verið að  John Lennon hafi haft Magnús Jónasson í huga þegar hann samdi textann"LIVING WITH EYES CLOSED IS EASY"?

Jóhann Elíasson, 15.7.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband