Kaupum ekki lambakjöt.

Fréttir berast nú að því að framundan sé gífurleg hækkin á lambakjöti. Rætt er um að sú hækkun geti orðið allt að 25%. Óskiljanlegt er hvernig bændum getur dottið í hug að ætla að skella slíkri hækkun á neytendur sem er umfram allar aðrar hækkanir. Forseti ASÍ hefur skorað á neytendur að sniðganga lambakjötið ætli bændur sér að ráðast á þennan hátt á afkomu almennings.

það er vissulega ástæða að taka undir þetta. Almenningur verður að sýna samstöðu og gera bændum grein fyrir því að neytendur muni ekki láta bjóða sér þetta. Sem betur fer er framleitt margt annað kjöt en lambakjöt. Svínakjöt er t.d. frábært á grillið. Svo er kjúklingar hin besta matvara að maður tali nú ekki um nautakjötið.

Sem sagt, nú þarf almenningur að standa saman og láta ekki bjóða sér 25% hækkun á lambakjöti. Sýnum forystu sauðfjárbænda að almenningur lætur ekki bjóða sér þetta. Almenningur greiðir nú þegar fúlgur fjár til sauðfjárbænda í formi ríkisframlaga. Við segjum NEI við 25% hækkun á lambakjöti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sauðfjárbændur eru ekki að tala um 25% hækkun á útsöluverði út úr búð heldur er um að ræða 25% hækkun á því verði sem afurðastöðvarnar greiða til bænda. Á því er mikill munur. Bændur fá ekki nema 1/3, eða eitthvað nálægt því, af því verði sem neytendur greiða fyrir lambakjötið, hitt verður eftir hjá versluninni, kjötvinnslunni og sláturleyfishöfunum. Þessi hækkun er ekki nema rétt rúmar 100 kr á hvert kg eða kanski 300 kr á hvert læri/hrygg sem keypt er.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 13:54

2 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Ágæti Sigurður!

Auðlesið er að þú  hefur ekki kynnt þér efni málsins og ert ekki inni í verðmyndunarkerfi þessara landbúnaðarafurða sem þú fjallar um. Sauðfjárbændur hafa röksutt tilkynningu sína sem áskorun til vinnslustöðva, enda eru það þær en ekki bændur sem selja lambalærið í búðir. Stöðvarnar eru jafnframt með útflutning sem hefur gefið ær meira af sér undanfarið. Lestu endilega svar sauðfjárbændanna við fljótfærnislegri ályktun forseta ASÍ.

Svo er það annað mál, að vitanlega velja neytendur hver á sínum forsendum - og að nú er í gangi einhver ótrúlegasta vitleysa sem til getur verið, að hengja bara upp kílóverð og hafa svo einhvers staðar í búðinni verðmæla!!! Sem ég sjái Jöhönnu leita uppi verðmæli í Melábúðinni ... Í Fjarðarkaupum er allt verðmerkt!

Herbert Guðmundsson, 16.7.2011 kl. 14:01

3 identicon

Hvað er að heyra ............. hversvegna ættu bændur ekki að fá 25% HÆKKUN á sínum vörum ...alveg eins og allir heildsalar og byrgjar landsins hafa gert eftir smá-kauphækkun almúgans.......

Hafa menn ekki gert sér grein fyrir að MJÖG  margar vörur í búðum hafa hækkað ekki bara um 25% ...... heldur frekar um 30%-80% á sl dögum !!!!!!!!!!!!!!!

Kv.Maggi

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 16:57

4 Smámynd: Number Seven

Hefur mika reynslu í pólitík, sveitarstjórnarmálum og blaðaskrifum.  Það útskýrir þessa rökleysu þína ágætlega.  Bændur eru nú að fá rúmlega fjögurhundruð krónur fyrir kílóið af lambakjöti eins og er.  Hvað er þú að borga út úr búð?  1000-1600 kr ?  Hvernig væri að "sveitastjórnarmaðurinn" færi nú á stjá og kynnti sér málin áður en hann fer a gaspra svona?  Ekki það ég hafi mikla trú á því að það gerist. 

Number Seven, 16.7.2011 kl. 18:26

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bændur eru að fá 450 krónur pr kíló +frá Ríki. Hvað er það mikið? hvers vegna borga ég minna fyrir Íslenskt lamkjöt í Færeyjum en hér heima?Hvesvegna eru þessar útflutningsbætur? Erum við að lofa ESB löndum að éta ódýrt kjót. Af hverju hvílir leynd yfir hvað bændur fá fyrir útflutt kjöt? Hvesvegna er dýrara að kaupa kjöt beint frá býli en verslunum? Bændur eru komnir með víða um Land sem þeir kalla Sveitamarkað,þetta eru okurbúllur. það hefur enginn Bóndi orðið Gjaldþrota....

Vilhjálmur Stefánsson, 16.7.2011 kl. 21:35

6 identicon

Vegna athugasemdar Vilhjálms.

Bændur fá um 180 kr/kg frá ríkinu og að auki um 6000 kr á ærgildi sem búið hefur og er ótengt framleiðslu (búin hafa mjög mismunandi mörg ærgildi) Greiðslumark jarðanna byggir að stærstum hluta á framleiðslu sem var á jörðinni fyrir 30-40 árum síðan Ef ég man rétt nær meðalbúið ekki 300 ærgildum. Varðandi greiðslur frá ríkinu og eins greiðslur frá afurðastöðvunum vil ég minna á að yfirleitt eru það bæði hjónin sem standa að búrekstrinum og því eru það tekjur tveggja einstaklinga (þ.e. fjölskyldunnar) sem búið þarf að standa undir

Bændur fá engar útflutningsbætur og hafa ekki fengið nokkuð lengi. Bændur fá greitt eitt verð frá sláturleyfishafanum óháð því hvert sláturleyfishafinn selur vöruna innanlands eða utan og því er engin leynd yfir því hvað bændur fá greitt fyrir sína framleiðslu.  Í fyrra var meðaltalið um 410 kr/kg kjöts (innifalið í því eru allar afurðirnar af lambinu þ.e. kjötið, gæran, sviðin (hausinn) og innmaturinn) sem afurðastöðvarnar greiddu til bænda og meðallambið gerði því um 6500 kr. (og 500 lömb skiluðu því tæpum 3,3 millj.)

Ef þú færð íslenskt lambakjöt ódýrara í Færeyjum en hér á landi er það líklega vegna þess að verslunin þar leggur minna á það en verslunin hér á landi gerir. Og ef kjötið beint frá býli er dýrara en í verslunum er það vegna þess að þar eru bændur að selja lítið magn sem samt sem áður kostar mikla vinnu og annan kostnað og byggir á því að neytandinn vilji kaupa kjöt frá viðkomandi bónda þó það sé dýrara en í versluninni.

Ég veit ekki betur en að sláturleyfishafar hafi verið að selja kjötið á markaði erlendis á eins háu verði og mögulegt hefur verið undanfarin ár. Verð á lambakjöti eins og öðru kjöti hefur verið að hækka mikið á mörkuðum að undanförnu og ég skora á alla sem geta að kynna sér verð á lambakjöti erlendis bæði til bænda og eins í verslunum og koma því á framfæri.

Gunnar (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 00:00

7 Smámynd: Sigurður Baldursson

Vilhjálmur heldur sennilega að bændur fái greitt það sama verð og hann borgar fyrir kjötið í búðinni.  Það er frjáls álagning í búðunum  !!  Sláturleyfishafar hafa líka frjálsa álagningu . Af hverju alltaf að kenna bændum um hátt verð í verslunum , þeir fá ekki  nema  ca þriðjung af endanlegu verði.  

Sigurður Baldursson, 17.7.2011 kl. 10:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér þitt innlegg Gunnar, ég leyfði mér að copera það og ætla að geyma ef ég má.  Sammála þér með að það eru milliliðirnir sem hirða gróðan sem menn eru sífellt að tala um að bændur fái.

Enda mun ég hér eftir sem hingað til kaupa íslenskt lambakjöt sem mér finnst besta kjöt í heimi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband