23.7.2011 | 18:04
Á enn að hækka skatta?
Margir hrukku við þegar Steingrímur J. sagði að hann útilokaði ekki frekari skattahækkanir. Er ekki nóg komið? Er það virkilega ætlunarverk vinstri stjórnarinnar að gera hreinlega útaf við venjulegt launafólk. Er það virkilega ætlunin að útrýma millistéttinni á Íslandi. Hefur vinstri stjórnin virkilega þá trú að með því að skattleggja almenning og fyrirtæki út í það óendanlega að þjóðin nái sér upp.
Væri nú ekki mun nær að stefna að því að efla atvinnulífið og fá erlenda fjárfesta til landsins. Það eitt að skapa fleiri atvinnutækifæri mun bjarga þjóðinni. Við þurfum ekki á frekari skattahækkunum að halda. Almenningur þolir ekki meira af slíku.
Afleitt að viðhalda óvissu um skattkerfið enn lengur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigurður... Reiknaðir þú með eithverju öðru en skattpíningju af hálfu þessara Ríkistjórnar??Fyrirtæki geta ekki þrifist lengur vegna Skatta,hvað þá hinn almenni launþegi..En maður er mjög svo hugsi um hvað er orðið af Stjórnarandstöðuni? Forusta Sjálfstæðisflokksins er hreinlega gufuð upp..
Vilhjálmur Stefánsson, 23.7.2011 kl. 19:55
Auðvitað átti fólk að vita þetta sem kaus VG,þeir hafa alltaf boðað skattahækkanir.Einhverjir hljóta þó að hafa orðið fyrir vonbrigðum með Samfylkinguna. Tek undir með þér að forysta Sjálfstæðisflokksins þarf að láta vita af sér annars sitjum við áfram uppi með Vinstri stjórn.
Sigurður Jónsson, 23.7.2011 kl. 23:21
Andskotinn! Það á ekki að vera neinar stéttir hérna, svo einfalt er það. Það eiga að vera þeir sem eiga peningana í landinu þeir skipa fyrir þeim kosnu ráðamönnum hverju sinni. Svona er þetta að verða og svona verður þetta. Við hin sem ekki erum með í þessum hrunadansi,við förum bara heim til okkar það er til Noregs og verðum þar með okkar börn og konu.Vinnum þar og döfnum eins og vera ber og börnin okkar læra og mennta sig og er sagt að aldrei fara nálægt þessu svarta ríki þarna í norðri þar sem bara búa afætur og sníkjudýr,og djöfullinn sjálfur. Að sjálfsögðu tek ég Forsetan með mér.
Eyjólfur Jónsson, 24.7.2011 kl. 00:01
Góðan daginn Sigurður! Ég tek heilshugar undir það að almennt verkafólk er ekki að standa undir meiri skattahækkunum, ég veit sannarlega ekki hvernig það mætti verða, það er ekkert eftir af þessari skammarlegu launahækkun sem verkafólk fékk,þó Steingrímur J sé að halda því fram að meiri skattahækkanir séu í pípunum m.a. vegna kjarasamninga.
Vilhjálmur! ég held að það þjóni ekki neinum tilgangi að auglýsa eftir stjórnarsndstöðu, á meðan forusta sjálfstæðismanna þorir ekki að taka afgerandi afstöðu með eða á móti ESB er ekki mikil von til að þeir sjálfstæðismenn sem eru andvígir því að ganga í ESB þori að kjósa þá og standi frekar utan kosninga til Alþingis, er það ekki líka í tísku á þingi að sitja hjá þegar er verið er að kjósa um þá málaflokka sem koma fólkinu í landinu til góða? Að mínu viti er alsstaðar sama svikamillan og fólkið í landinu látið borga.
Ekki taka forsetann með Eyjólfur við sem neyðumst til að vera heima þurfum á einum ærlegum manni að halda hér heima, annars var forsetinn kallaður skattmann hér á árum áður ef ég man rétt.
Sandy, 24.7.2011 kl. 08:44
Núverandi stjórn er búin að gera út af við almenning og fyrirtæki landsins með skattahækunum og skotleyfi sínu á skuldara sem Ólafur Arnarson og Marinó G. Njálsson lýstu svo vel. Og stjórnin er næstum búin að eyða millistéttinni. Nú verður ekki bara að hætta brjálæðislegum skattkækkununum, heldur lækka skatta. En fyrst verður núverandi landsölustjórn að fara frá völdum.
Elle_, 24.7.2011 kl. 12:10
Í viðtalinu sagði Steingrímur annarsvegar að hækka þyrfti skatta til að brúa hallann á ríkissjóði hinsvegar sagði hann að mikilvægast væri að auka umsvif og fjárfestingar til að auka tekjustreymið í ríkiskassann. Kannski hefði mátt spyrja drenginn að því hvernig hann sjái fyrir sér að skattahækkannir á krepputímum ýti undir meiri umsvif og auknar fjárfestingar.
Það er nauðsynlegt að einhver fari að upplýsa fjármálaráðherra vor og í raun alla ríkisstjórnina um að það opinbera og í raum samfélagið í heild sinni er algjörlega háð afkomu heimila og fyrtækja. Heimili og ríki geta hinsvegar strangt til tekið komist af án þess opinbera. Þannig að leiðin er að bæta stöðu heimila og fyrirtækja fyrst og þá mun staða þess opinbera batna sjálkrafa í kjölfarið en ekki öfugt.
stefan Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 14:21
sæl öll sömul skattar og meiri skattar er ekkert skrítið þegar við höfum tvo hriðjuverka hópa við völd undir forustu hriðjuverkaforingjana jóhönnu og steingrím og ekkert heirist í stjórnarandstöunni enda eru þar ekkert nema liðleskjur já það er ljótt ástand en svona verður þar til við fáum annað fólk á þing fólk með hugsun en hverjir eiga það að vera´
Þegar stjórnendur vita ekki að sókn er besta vörnin þá er voðin vís svo einfalt er það.
Jón Sveinsson, 24.7.2011 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.