Myndir og nöfn af þessum glæpamönnum.

Allir eru sammála að heilt yfir hafi þjóðhátíðin í Eyjum farið vel fram. Í Herjólfsdal voru samankomin 14 þúsund og mikill,mikill meirihluti hagaði sér vel og var sjálfum sér og öðrum til sóma. Þjóðhátíðarnefnd hefur í gegnum árin ávallt reynt að hafa gæslu og allar öryggisráðstafanir eins og best verður á kosið. En dæmin sanna að það er ansi errfitt að koma í veg fyrir að ógeðslegir og illa innrættir einstaklingar geti unnið hryðjuverk.

Auðvitað er það hrikalegur glæpur að nauðga. Það er ömurlegt að til skuli vera einstaklingar sem gera öðrum aðila það að koma fram vilja sínum á þann hátt að nauðga. Það er hrikalegur glæpur.

Þjóðfélagið þarf að bregðast þannig við að herða refsingar mjög við slíkum glæp. Þegar sðili hefur verið dæmdur á skilyrðislaust að birta nafn hans og mynd, þannig að almenningur viti hver aðilinn er.,sem vinnur slíkt ódæðisverk.


mbl.is „Við erum slegin yfir þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að leiða hann fyrir dóm fyrst?

Ímyndaðu þér að sonur þinn/dóttir þín lendi í því að vera ásökaður/ásökuð um kynferðisafbrot sem síðan reynist vera uppspuni, en samt hafa allir fjölmiðlar birt nafn hans/hennar og mynd? Megum við þá búast við því að þú verður fyrstur til að hringja í fjölmiðla og greina þeim fyrir nafni barns þíns og verða þeim út um mynd af því líka, ef það er sakað um kynferðisglæp?

Guðbjörn (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Í pistli mínum sagði ég að þegar búið væri að dæma ætti að birta nafn og mynd. Menn njóta vafans þar til þeir hafa verið dæmdir.

Sigurður Jónsson, 2.8.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband