3.8.2011 | 13:16
Er Vinstri stjórnin á móti íslenskri kvikmyndagerð?
Ýmsir menningarpostular vinstri flokkanna þykjast vera miklir áhugamenn um íslenska menningu.Í forgangsröðun eigi íslens menningarstarfsemi að vera ofarlega á útgjaldalista íslenska ríkisins. Menningarpostular vinstri flokkanna hafa haft hátt þegar WSjálfstæðisflokkurinn hefur farið með völdin og gagnrýnt harkalega fyrir afturhaldssemi og að lítið kæmi til menningarstarfsemi.
Það mætti því ætla að það væri aldeilis draumastaða nú fyrir íslenska menningarstarfsemi eins og kvikmyndagerð. Það hefur sýnt sig að við getum gert flottar og fínar myndir. En nú er unnið að því öllum árum að þrengja svo að Kvikmyndaskólanum að hann getur tæpast starfað áfram.
Hver hefði trúað þessu ástandi í tíð menntamálaráðherra frá VG. Nú skal skorið niður og skorið niður. Eflaust verður það krafa menntamálaráðherra VG að nemendum skólans verði aðeins kennt að framleiða stuttmyndir. Þær eru ódýrari í framleiðslu.
Færu annars í dýrt nám erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo ég rifji nú upp ummæli eins af okkar fremmstu leikstjórum núna fyrir stuttu sem sagði að hann væri á leið til útlanda til að "betla", þá er það víst það eina sem nemendur læra í þessum skóla. Þeir betla fyrir náminu og síðan betla þeir peninga til að framleiða myndir.
Á þessum síðustu og verstu tímum er rétt að forgangsraða, þessi skóli er ekki á forgangslista meðan framhaldsskólar, leikskólar og öll almenn menntum blæðir.
Fyrirbærið "Íslenskt kvikmyndasumar" sem RÚV er með í gangi núna sannar það og sýnir að við eigum bara að útskrifa fáa, mjög fáa, en góða kvikmyndagerðarmenn.
Dexter Morgan, 3.8.2011 kl. 15:57
"Dexter Morgan" þú ert fæðingarhálfviti. Ég leyfi mér að kalla þig það eins og þú kallar mig betlara. Á ég að líða fyrir það að hafa farið í sérnám í staðinn fyrir að hafa valið "almenna menntun" eins og venjulega fólkið?
Af hverju ætti þessi skóli ekki að vera í sama forgangi og aðrir skólar? Þessi skóli útskrifar 80 manns á ári sem flestir fara beint að vinna í bransanum - bransa sem veltir yfir tveim milljörðum á ári. Án faglærðra kvikmyndagerðamanna gætirðu sagt bless við sjónvarpsútsendingar, innlenda dægurþætti, sjónvarpsþætti og kvikmyndir. Mikið yrði þetta þjóðfélag aumt án kvikmyndagerðamanna. Svo ég vitni í Þráinn Bertelsson - Mikið er þjóðfélagið aumt ef það sér sér ekki fært að útskrifa 50 kvikmyndagerðarmenn á meðan það útskrifar 200 innheimtulögfræðinga.
ps. Ég borga mín skólagjöld. Ég veit ekki hvernig þú færð út að nemendurnir betli.
Nemandi KVÍ (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 21:42
BLESS - íslenskir: sjónvarpsútsendingar, innlenda dægurþætti, sjónvarpsþætti og kvikmyndir.
Þú segir mig "fæðingarhálvita" en vitnar svo í einn, sem er opinberlega og margoft búinn að sanna sig sem ALGJÖRAN fæðingarhálvita. Gott hjá þér.
Betlið í þessu samhengi er nú komið frá hinum virta og okkar fremsta leiksjóra, Friðriki Þór, þetta sagði hann sjálfur og var það haft eftir honum í blöðum.
Veltan, hmm, ég veit ekki. Megnið af þessum 2 milljörðum eru einmitt að koma frá Ríkinu, sem sagt okkur, skattgreiðendum. Ég kýs heldur að nota þessa peninga í heilbrigðiskerfið, gamla fólkið, fátæka fólkið og aðra sem eiga ekki séns.
Ef þessi "atvinnugrein" er svona svakalega arðbær, þá líklega sjáið þið bara sjálf um hana, án krónu úr okkar rýra sameiginlega potti.
Dexter Morgan, 4.8.2011 kl. 11:41
Þú hefur augljóslega tekið kaldhæðni Friðriks sem alvöru. Enda ekki við öðru að búast af fæðingarhálfvita.
Friðrik Þór situr í stjórn Kvikmyndaskólans.
Og nei, megnið af þessum 2 milljörðum kemur erlendis frá. Þú gerir þér engan veginn grein fyrir hversu miklum pening fyrirtæki á borð við Saga film, True North og Pegasus eru að velta í auglýsingagerð. Kynntu þér svo málin áður en þú ferð að drulla yfir mörg þúsund manna starfsstétt og gera störf þeirra að engu.
Nemandi KVÍ (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 18:53
Nú-nú, hvaða-hvaða. Ef þetta er svona æðislegt,rífandi gangur og smjörið drýpur af hverju strái, afhverju eruð þið þá að snýkja peninga úr tómum Ríkiskassa. Gerið bara fleiri auglýsingar og allir verða glaðir, ekki satt ?
Dexter Morgan, 4.8.2011 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.