Ótrúlegt að 17% kjósenda skuli enn vilja stopp og skattpíningarstefnu Steingríms J.

Nýjustu skoðanakannanir sýna að enn ætla 17% kjósenda að greiða Vinstri grænum atkvæði sitt. þetta er hreint og beint lygileg niðurstaða. Ég hélt satt best að segja að fylgi VG væri komið niður í 5-6% miðað við að flokkurinn hefur reynst þjóðinni þannig. Vinstri grænir reka algjöra stopp stefnu í uppbyggingu atvinnulífsins. það skiptir engu þótt það sé samið við ríkisstjórnina að forsenda kauphækkana sé að kraftur verði settur í atvinnulífið og framkvæmdir settar á fullt. Ekkert gerist. Vinstri grænir segja stopp við öllu.

Eina leiðin sem Vinstri grænir sjá er að hækka skatta. Öllum almenningi finnst nú þegar nóg um alla skattana.

Þaqð sjá allir nema Vinstri grænir að eina leiðin til að þjóðin rétti úr kútnum er tekjuaukning fyrir þjóðarskútuna. Það eitt getur leitt til betri lífskjara.

Það þarf að losna við Vinstri græna úr ríkisstjórninni.

Spurningin er hversu lengi ætla þingmenn Samfylkingarinnar að bera ábyrgð á VG.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Fyrst og fremst og síðast verður að losna við  Evrópuflokk Jóhönnu, Sigurður, en svik VG við kjósendur verða ekki fyrirgefin og ekki gleymd.  Steingrímur verður að víkja.  

Elle_, 3.8.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Elle_

Gleymdi ég nokkuð Birni Val?  Megi hann HVERFA úr stjórnmálum.  Skömm samt að hafa hann vinnandi með heiðarlegum sjómönnum.  

Elle_, 3.8.2011 kl. 23:39

3 Smámynd: Már Elíson

Ætli þetta sé ekki bara hræðsla hins hugsandi fólks við að fá aftur glæpahyskið, Sjálfstæðisflokkinn og hjásvæfu hans, Framsókn, aftur að jötunni ?

Það held ég allavega. Af tvennu illu, þá vill 17% frekar taka slaginn en láta "taka sig" aftur á þann hátt sem Davíð og hans meðreiðasveinar fóru að.

Ísland, og íslenskir skattþrælar verða heilan mannsaldur að rífa sig upp úr þeim voðaverkum sem Davíð og hans utanáliggjandi hyski skildu eftir sig. 

Már Elíson, 4.8.2011 kl. 09:20

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst miklu merkilegra að sjá að 36% ætli að kjósa flokkinn sem eyðilagði Ísland og færði góðivinum sínum þjóðarauðinn.

Hinn gjörspillta Sjálfstæðisflokk.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.8.2011 kl. 10:47

5 Smámynd: Jón Jónsson

Hvers vegna í ósköpunum er fólk ekki í hópum niður á Austurvelli að mótmæla í hverri viku þegar þing er saman eins og Hörður Torfa og Co. gerðu á sínum tíma?

Er ekki mál til komið að sparka þessu liði út?

Björn Valur  vill gera athugun á því hvers vegna  fylgi Sjálfstæðisflokksins er eins mikið og raun ber vitni. Ég vil gera athugun á því hvers vegna  fylgi stjórnarflokkanna er eins mikið og raun ber vitni.

Og Már, ég efast um að það hafi verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að setja allt á hausinn. Samfylkingin studdi nú ótrauð við bakið á afkastamesta bankaræningja Íslandsögunnar! Þeim sem rændi Glitni innanfrá.

Jón Jónsson, 4.8.2011 kl. 10:51

6 Smámynd: Már Elíson

Jón Jónsso..(gott nafn..) - Það hefur alltaf verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að arðræna og sérstaklega lítilmagnann og líta niður á verkalýðinn, það veist þú. Ég nenni ekki að höggvast á þig um þá aldalöngu sorgarsögu í íslensku þjóðlífi sem skilur eftir sig svarta sögu arðráns löngu fyrir daga Davíðs sem hinsvegar hefur haldið uppi sjóræningjafánanum hátt á lofti allt fram á þennan dag og enn. 

Og það að benda á að "Samfylkingin studdi nú ótrauð...."bla.bla.bla - bætir ekki flokk þinn. Ég var að tala um Sjálfstæðisflokkinn og snúðu ekki útúr því. Það bætir ekki böl manns, að benda á annan, mundu það.

Már Elíson, 4.8.2011 kl. 11:18

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður félagi Sigurður.  Það er greinilegt að þú hefur farið í smiðju  Björns Vals,  þegar þú reits þessa grein  og er þar ekki leiðum að líkjast.  Ávallt fæ ég það á tilfinninguna,  þegar þessar pólitísku greinar birtast eftir þig,  að þú viljir láta álíta þig kaþólskari en páfinn.

Þrátt fyrir að ég sé ekki innanbúðar hérna hjá sjálfstæðisflokknum í Eyjum,  get ég fullyrt,  að þér hefur ekki ennþá verið fyrirgefið, að  kljúfa þig frá féögum þínum á sínum tíma,  og myndaðir meirihluta með vinstri mönnum í bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Þess vegna er niðurstaðan sú,  að þú ert einfaldlega alltaf að reyna það ómögulega,  að sanna fyrir félögum þínum og öðrum,  að þú sért,
sannur sjálfstæðisflokksmaður. Mitt álit er,  að þú sért jafnaðarmaður í hjarta þínu,  og þarft þú ekkert að skammast þín fyrir það.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 4.8.2011 kl. 12:41

8 identicon

Sæll frændi

Það eru fleirri hliðar á þessu máli t.d. að ég hef betri afkomu en meðan hin ríkisstjórnin sat að völdum. Skattarnir mínir eru mér hagstæðtari því það fer minna úr buddunni. Þannig hefur þessi ómögulega ríkisstjórn hagrætt í mínu tilfelli. Ég tel t.d. að verndarstefna hægri manna gagnvart þeim stóru hefur lokað augum hægrimanna fyrir því litla sem þarf að gera gagnvart öryrkjum og láglaunafólki. Hægrimenn hafa hneigst að "láglaunastefnu í launum almennings" og það er afar óhagstætt okkur kennurum t.d.

Hinir aðhyllast svo sem ekki hálaunastefnu en þeir skila meiru til baka og það breytir miklu..

kær kveðja

Snorri

Snorri í Betel (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 14:59

9 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

það er nú ekki mikið uppbyggilegt hjá þér í þessari grein. Hvar átti að taka peningana til að borga skuldirnar eftir hrunið?'A Ríkið að búa til peninga? Jú það heldur Lilja Mosesdóttir og hennar félagar. Atvinnulífið á sjálft að leysa atvinnumálin.Taka á í vöruþróun og markaðsókn.Ekkert annað er lausnin.Ekki er hægt að fara í fleiri virkjanir vegn skulda  landsvirkjunar.Samtök atvinnulífsins eru sofandi samtök enda notuð í pólitiskum tilgangi með endalaust skítkast.

Árni Björn Guðjónsson, 4.8.2011 kl. 15:05

10 Smámynd: Elle_

Já, hvar átti að taka peningana til að borga skuldirnar?  Segi það sama.  En sumir sorglegir pólitíkusar og meðhjálparar halda okkur hafa efni á milljörðum úr ríkissjóði í Evrópusambandið.  Til hvers?  Og hundruðum ef ekki þúsund milljörðum í ICESAVE.  Til hvers?? 

Elle_, 5.8.2011 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband