Hvernig endar einleikur Þráins?

Þá er komið að því að Þráinn Bertelsson,þingmaður VG, sýnir klærnar. Nú hótar Þráinn að styðja ekki fjárlögin ef kvikmyndaskólanum verði ekki bjargað. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þetta mál endar. Kannski verður ríkisstjórnin að grípa til þess ráðs að skera niður heiðurslistamannalaunin til að geta fjármagnað kvikmyndaskólann.

Eitt er víst að komi ríkisstjórnin fjárlögunum ekki í gegn er stjórnin fallin. Það hlýtur að verða þungur róður fyrir ríkisstjórnina að koma fjárlögum í gegn ef hver og einn þingmaður VG og Samfylkingar ætlar að setja úrslitaskilyrði. Stjórnin hefur aðeins eins manns meirihluta.

Og ekki má gleyma því að Sigmundur Ernir hefur sagt að stjórnin sé á skilorði hvað varðar sinn stuðning.


mbl.is Setur skilyrði fyrir stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig spyrðu ??????????  Auðvitað verður Kvikmyndasjóðnum bjargað ...... til að tryggja atkvæði Þráins flokkaflakkara.............Þeim er meira annt um stólana Steingrími og Jóhönnu en svo...... að þau láti þennan "tittlingskít" fara fyrir brjóstið á sér ....... þau bara hækka skattana á okkur almúganum ..... sem þau einu sinni þóttust berjast fyrir .....en eru löngu búin að gleyma ...... bara til að halda stólunum og fá góð laun  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kv. Maggi á Grundó

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 9.8.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Dexter Morgan

Ef hann hefði staðið upp fyrir einhverjum niðurskurði sem skitpir máli, eins og heilbrigðismálin, málefni aldraðra, öryrkja eða annara sem minna mega sín, hefði hann fengið lof fyrir.

En svona einkamálahagsmunapot er óþolandi og lýsir honum betur en nokkuð annað.

Dexter Morgan, 10.8.2011 kl. 00:47

3 identicon

Já, þetta eiginhagsmunapot lýsir Þráni betur en nokkuð annað.  Maður hefur skömm á svona vinnubrögðum.  Á líf ríkisstjórnarinnar að velta á máli skóla sem fjölgaði nemendum einhliða?

Það væri alveg eftir þeim að láta þetta eftir karluglunni, pitt með mál þeirra sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi.  Velferðarstjórn hvað? Jasvei.

Sigrún Guðmunddóttir (IP-tala skráð) 10.8.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband