10.8.2011 | 16:44
Aumar eru árásir Björns Vals á Árna og Ásmund.
Ég geri það stundum að skoða skrifin á Smugunni vef vinstri manna. Oft er þar margt ágætt að finna en í dag gekk fram af mér að lesa skrif Björns Vals þingmanns VG og varaformanns Fjárlaganefndar. Þar sendir hann bæjarstjórunum Árna Sigfússyni og Ásmundi Friðrikssyni heldur betur tóninn. Björn Valur talar með mörgum orðum um að þeir stundi aumingjavæðingu. Ekki er það falleg lýsing sem hann viðhefur um okkur Suðurnesjamenn en það er kannski ekki við öðru að búast af lágkúrulegasta þingmanni Alþingis.
Á Suðurnesjum er mikið atvinnuleysi og samhliða því hafa tekjur sveitarfélaga minnkað til muna. Árni Sigfússon,bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur lagt dag við nótt að kanna möguleika á að efla atvinnulífið hér á svæðinu. Árni rakti nýlega í grein í Morgunblaðinu viðbrögð vinstri stjórnarinnar við tillögunum.Það er nánast sama hvað hefur verið nefnt allt mætir seinagangi eða hreinlega stóru neii frá Vinstri stjórninni.
Ásmundur Friðriksson,bæjarstjóri, í Garði hefur einnig eytt miklum tíma í að ná eyrum manna fyrir nauðsyn þess að hér væri hægt að byggja upp atvinnulífið.
Suðurnesjamenn eru ekki að biðja um ölmunsu frá ríkinu. Suðurnesjamenn eru að biðja um að þeir fái umhhverfi þar sem hægt er að byggja upp atvinnulífið.
Halda menn að fyrirhuguð viðbótaskattaálagning á stóriðju og sjávarútveg verði til að auka líkurnar á atvinnuuppbyggingu. Halda vinstri menn að aukin skattheimta muni laða að erlenda fjárfesta.
Það er ömurlegt að það skuli vera til þimngmaður sem ræðst á forystumenn sveitarfélaga og kallar þá öllum illum nöfnum fyrir það eitt að vilja berjast fyrir hagsmunum sinna íbúa. Eða er ástæðan kannsi sú að bæði Árni og Ásmundur eru Sjálfstæðismenn og bæði í Reykjanesbæ og Garði hafa Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta.
Maður veltir fyrir sér hvort þingmaður Samfylkingar á Suðurnesjum, Oddný Harðardóttir, sem jafnframt er formaður Fjárlaganefndar, ætlar að láta Björn Val ráða ferðinni og úthúða forystumönnum sveitarfélaganna fyrir að vilja uppbyggingu.
Hvernig væri nú að þingmenn Samfylkingarinnar segðu hingað og ekki lengra. Í stað skattpíngaleiðarinnar skulum við stuðla að auknum tekjum í þjóðfélaginu. Þingmenn Samfylkingar í Suðurkjördæmi, þið hljótið að geta haft áhrif eða á Björn Valur að vera talsmaður ykkar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann gengur ansi oft fram af fólki með lágkúru sinni. Ekki man ég heldur eftir að hafa nokkru sinni verið sammála honum og færi ekki að lesa skrifin hans nema ég yrði.
Elle_, 10.8.2011 kl. 19:58
Ég held að það væri mjög gott fyrir Suðurnesjamenn að lesa þessi skrif Björn Vals á Smugunni. Allavega ættu þeir sem kusu Samfylkinguna og Vinstri græna alveg sérstaklega að kynna sér lágkúru Björns Vals.
Sigurður Jónsson, 10.8.2011 kl. 20:37
Ég fór eftir ábendingunni þinni og las pistlilinn, Sigurður. Ég þekki mennina sem Björn Valur skrifar um ekkert en pistillinn var ótrúlega lágkúrulegur. Hann notaði orðið aumingavæðing ótal sinnum. Svona skrifar ekki hugsandi maður.
Elle_, 11.8.2011 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.