12.8.2011 | 22:38
Tómatar á 529 krónur og tómatar á 255 krónur.
Flest veljum við frekar íslenskar vörur heldur en erlendar ef verð og gæði eru sambærileg að maður tali nú ekki um ef íslenska varan er ódýrari. Mér varð í dag starsýnt á verðmerkingu á tómötum í grænmetisrekka í einni stórverslun. Íslenskir tómatar voru merktir á 529 krónur kg. en við hliðina voru erlendir tómatar á 255 kr.kg.
Auðvitað vill maður stuðla að því að íslensk garyrkja fái að blómstra og gæði á tómötum og öðru íslenski grænmeti er hreint fráb ært. En maður spyr er þetta eðlilegt? Getur það verið eðlilegt að innfluttir tómatar séu meira en helmingi ódýrari.
Neytendasamtökin og ASÍ hljóta að heimta skýringar á hvernig þessi munur geti átt sér stað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú meinar væntanlega að hinir íslensku eru tvöfalt dýrari en hinir innfluttu?
stefán geir gunnarsson (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 22:45
Taktu nú fram Sigurður í hvaða verslun þetta var. Ekki það að ég ætli að álasa versluninni, heldur hitt, að ákveðin öfl innan verslunar og þjónustu færa kostnað af innfluttum vörum yfir í innlenda vöru. Gera innlendu vöruna dýrari og niðurgreiða þannig innflutninginn. Kanna málin Sigurður, kanna málin, áður en rokið er af stað með svona einföldun. Ég er til að mynda alveg hreint handviss um að hægt sé að ná niður stjórnunarkostnaði í sveitarfélugum landsins um að minnsta kosti 50% ef við réðum tyrki i allar sveitarstjórnir. "HOW DO YOU LIKE THAT!?
Halldór Egill Guðnason, 12.8.2011 kl. 23:14
Þetta (529 kr) er svipað kg-verð og á dönskum tómötum í højsæson í Danmörku.
Erlendir tómatar geta komið frá 220 löndum. Sjálfslýsandi frá Térnóbyl eða rauðir að utan og innan frá þrælabúðum í Kína. Eða ræktaðir í lifandi hlandi í Hollandi eða ofaní tunnu af útfjólbláu góðgæti á Spáni. Þitt er valið Sigurður.
Ég sá bíl til sölu. Hann var frá Kína og kostaði bara helming af því sem hann kostar frá Svíþjóð. Er þetta eðlileg?
Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2011 kl. 00:12
Sigurður spyr, hvort þessi verðmunur á tómötum sé eðlilegur. Svarið er já, nema Superman vildi gjöra svo vel að snúa jörðinni, svo að hér skíni meiri sól. Þá gætum við kannski líka farið að rækta hrísgrjón :)
Meira að segja í þeirri tiltölulega sólríku Danmörku, sem Gunnar nefnir, er ótrúlegt puð að rækta tómata, sem ég hef prófað.
Sigurður (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 00:47
Þetta blogg frá Gunnari R er með því lélegasta sem ég hef séð!!! lélegar skýringar hans á erlendum tómötum og fjölda þeirra landa sem þeir koma frá, (eða eins og hann segir, frá Tsjrernóbil, sem er út í hött, eða þá þrælabúðum í Kina, sem er líka ut í hött, eða þá sem fyndnast er, í Hollensku hlandi og ég nenni ekki einu sinni að nefna Spán og útfjólubláu tómatana þaðan!!!
Þetta sýnir bara hve illa þessi ákveðni maður er að sér um grænmetisræktun í Evrópu!!!
Guðmundur Júlíusson, 13.8.2011 kl. 01:40
Nokkur hundruð tegundir af tómötum fyrirfinnast í heiminum. Og mér finnst skýring Sigurðar í no. 4 góð þar sem það er bæði dýrt og erfitt að rækta tómata á Íslandi. Gæðatómatar samt yfirleitt. En ég hef tekið eftir miklum misskilningi í landinu: Íslendingar halda alltof oft að íslenskt grænmeti sé með yfirburði yfir erlent að gæðum. En það er bara kolrangt. En það er viss einokun í innflutningi og byrgjar (og fyrir skömmu og kannski enn var einn byrgir sem flutti inn ávexti og grænmeti) eru oftar en ekki að flytja inn ódýra draslið í ávöxtum og grænmeti, ekki gæðavöruna sem maður fær í öðrum löndum. Perur sem fást eru fáránlega skemmt drasl og ekkert í líkingu við perur sem fást í öðrum löndum og innfluttar gulrætur og tómatar oftast mesta draslið í heiminum þrátt fyrir allar gæðavörur sem fást. Getur e-r svarað af hverju tómatar í Nóatúni kostuðu 1300 kg. fyrir 11 árum??
Elle_, 13.8.2011 kl. 02:09
Elle, sumir muna ekki fyrir horn, hvað þá það sem var fyrir 11 árum, en í dag kosta tómatar í NÓATÚNI miklu minna en helming þessa upphæðar er þú nefnir!!!!!
Guðmundur Júlíusson, 13.8.2011 kl. 02:20
Guðmundur, ég man það rosalega vel, 1,300 PLÚS og mér blöskraði ólýsanlega. Kom til landsins með son minn og flúði aftur út.
Elle_, 13.8.2011 kl. 02:27
Vístitala neysluverðs í júlí fyrir 11 árum var 200,1. Nýjast vístitalan, júlí 2011 er 379,9. Það þýðir að dýru tómatarnir í Nóatúni fyrir 11 árum mundu kosta núna: 1,300 (+): 200,1 x 379,9 = kr. 2,468 +, hvorki meira né minna. Guðmundur!???! Stórkostlegt að vita að þeir hafi lækkað.
Elle_, 13.8.2011 kl. 02:48
Elle mín elskulega , held að þú ættir að reyna að einfalda líf þitt, þessi reiknirulla þín er alger steypa !
Guðmundur Júlíusson, 13.8.2011 kl. 02:55
Nei, að vísu ekki. Hafði það frá íslenskum stjórnvöldum, Guðmundur. Það eru þeir, ekki ég, sem vildu vísitölutrygginu á öllu, frá dekkjum úr ýsu og upp í loftið sem við öndum að okkur. Ekki skáldaði ég upp vísitölu-útreikninginn.
Elle_, 13.8.2011 kl. 02:59
Spurðu bara Pétur Blöndal og hann karl föður minn.
Elle_, 13.8.2011 kl. 03:04
Pétur þekki ég, en hver er karl föður þinn???
Guðmundur Júlíusson, 13.8.2011 kl. 03:06
Hann karl faðir minn er faðir minn. Þú þekkir hann ekki, spurðu Pétur.
Elle_, 13.8.2011 kl. 03:10
Sigurður, bý í Svíþjóð og horfi daglega á tómata sem kosta nærri 600 kr/kg en get keypt tómata sem kosta minna en helming af því og eru lítið annað en vatn með rauðum lit. Svo eru til tómatar sem eru ágætir en kosta ca 300-400kr/kg.Mér finnst ísl. tómatar yfirleitt hágæðavara og sennilega væri 500 kr/kg hér ekki of hátt.
Sveinn Egill Úlfarsson, 13.8.2011 kl. 08:40
Hvaða væl er þetta eiginlega. Átturðu ekki val um hvaða tómata þú keyptir. ?? Gastu ekki bara farið í aðra búð. Ætlarðu líka að gráta yfir því að appelsínur eru á mismunandi verði eftir því hvaðan þær koma. Ég verð nú bara að segja að mér finnst nú þetta einelti sem samfylkingin stendur á bak við gagnvart innlendum matvælaframleiðendum vera komið út í öfgar. Það er frjáls verðlagning !! gáðu að því. Verslunin ákveður sjálf á hvaða verði hún selur tómata. Mikið verðið þið samfylkingar-aðdáendur hissa þegar þið hafið troðið okkur inn í ESB að vöruverð í verslunum kemur ekki til með að lækka neitt. Verslunin þarf sömu álagningu hvort við erum innan eða utan ESB. Nema að laun lækki almennt vegna aukin atvinnuleysis þegar þið hafið náð að eyðileggja innlenda framleiðslu ,og þar með kostnaður verslunarinnar.!!
Sigurður Baldursson, 13.8.2011 kl. 12:47
Já á fatinu lítur út fyrir að hægt sé að fá flestar nýlendu og landbúnaðarvörur á ódýrara verði erlendis frá.
Stóri vandinn er bara sá, Hvernig munum við geta framleitt nýja útflutningsvöru?, vöru sem skapar harðan gjaldeyri svo það skapist sá gjaldeyrir sem við verðum að reiða af hendi til þess að það sé einhver möguleiki greiða í hörðum gjaldeyri innflutta fæðuþörf þjóðarinnar?
Í augnablikinu fagna ég sérhverri þeirri Evru eða Dollar sem td útflutt Lambakjöt gefur, harðan gjaldeyri, svo við getum áfram verzlað það sem ekki er framleitt hér á landi og við erum svo vön að geta keypt í búðinni okkar.
Kolbeinn Pálsson, 13.8.2011 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.