Leikskólakennarar eiga að hafa góð laun.

Á síðustu árum hefur aukist skilningur meðal flestra að starf leikskólakennara er mikilvægt. Leikskóli er ekki geymslustaður fyrir börnin. Á leikskóla fer fram mikið og gott uppeldisstarf. Börnin sem eru á leikskólum eru búin undir að fara í grunnskólann og það skiptir því miklu að vel menntað og gott starfsfólk fáist til starfa.

Nú er það staðreynd að leikskólakennarar hafa dregist aftur úr hvað varðar launakjör. Víðast hvar er búið að skerða ýmis fríðindi frá því sem var þegar hið svokallaða góðæri ríkti og til viðbótar hafa launakjörin dregsit afturúr.

Sveitarfélögin verða að sýna því mikinn skilning hversu mikilvægt starf leikskólans er fyrir allt samfélagið.Það er krafist góðrar menntunar af leikskólakennurum og starf þeirra er erilsamt og ábyrgðarmikið. Það þarfv því að launa starfið eftir því.

Leikskóli er orðin í huga allra sjálfsagður hlutur eins og aðrar menntastofnanir. Það má ekki koma til þess að atvinnulífið verði lamað vegna verkfalls leikskólakennara. Nú vita allir að mörg sveitarfélög eiga í miklum erfiðleikum en þau verða að forgangsraða. Góður leikskóli er eitt af lykilatriðunum vilji sveitarfélag standa framarlega í sínu þjónustuhlutverki. Leikskóli getur ekki verið góður nema þar starfi gott starfsfólk. Ekki hrekja gott starfsfólk í burtu vegna tregðu til að koma á móts við sanngjarnar launakröfur.


mbl.is „Verðum að beita þessu vopni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verður ekki þá líka að gera ráð fyrir því að þeir sem noti leikskólana, þ.e. foreldrar verði að borga hærra gjald fyrir ?

Samanber að sjúklingar borgi fyrir meðferð, o.s.fr.

Varla er hægt að ætlast að þeir séu 100% reknir af samfélaginu ?

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 05:50

2 identicon

Þetta er alveg galið samfélag sem við búum í! Allt komið í öngstræti, og ekkert gert til að vinda ofan af vitleysunni. Í gærkveldi var í kastljósi RUV, rætt um húsnæðisbætur handa kaupendum og leigjendum, sem eru algert rugl. Hvers vegna ekki að afnema verðtrygginguna, og gera almenningi kleift að kaupa eða leigja húsnæði á eigin fé? Leikskólarnir eru orðið ofvaxið batterí, börnin geymd þar alltof langan tíma á hverjum degi. Hvers vegna ekki að hafa þjóðfélagið þannig að annað foreldrið geti unnið úti og hitt helgað sig börnunum, ank. að hluta svo börnin séu ekki að öllu leyti alin upp á stofnunum? Hvers vegna ekki að refsa þeim sem settu Ísland á hausinn, og þjóðnýta illa fengnar eignir og fé? Hvers vegna ekki að tengja krónuna við evru, og hafa stöðugleika í landinu. Það er hægt, burtséð frá því hvort Ísland gangi í EU eða ekki. Það fer auðvitað eftir því hvernig um semst? Ég auglýsi eftir nýju pólitísku afli sem VILL og ÞORIR að takast á við vandamál Lýðveldisins Íslands.  Núverandi flokkar geta ekki né vilja takast á við vandamálin, bara nýjar og nýjar bætur.

óli (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 07:51

3 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Óli ....ég er alveg sammála þér um að gott væri ef annað foreldrið geti verið heima með börnunum en það þarf samt að hlúa að börnum á leikskólum því þar eru þau núna. Það verður að gera með því að passa upp á að það sé vel hæft fólk sem starfar á leikskólunum og reyna að fremst megni að draga eins mikið úr mannabreytingum eins og hægt er. Leikskólakennarar þurfa að fá menntun sína metna að verðleikum ....Það eiga ekki að vera minni laun fyrir að kenna minna fólki..

Birgir...Þú vitnar í heilbrigðiskerfið, kannski hefði verið nær að vitna í grunnskólana.

Sigurður....Takk fyrir þín orð og skilning :)

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 16.8.2011 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband