Jóhanna hlýtur að láta Má Seðlabankastjóra fara eða hvað ?

Miðað við hvernig Jóhanna Sigurðardóttir hamaðist gegn Davíð Oddssyni þáverandi Seðlabankastjóra getur ekki annað verið en hún láti nú Má Seðlabankastjóra hafa uppsagnabréf.

Jóhanna og Steingrímur J. hafa að undanförnu dásamað hversu vel gengi að ná tökum á efnahagslífinu. Allt væri í sómanum, allt væri í fínu standi, verðbólgan væri horfin og vextir orðnir verukega lágir.

Nú rís Már Seðkabankastjóri upp og segir þetta þvælu. Verðbólgan sé á fullu, það verði að slá á þensluna o.s.frv.

Já, það kann ekki góðri lukku aðö stýra þegar fyrrverandi kommi í Seðlabankanum hittir fyrrverandi komma í stól forsætisráðherra og núverandi komma í fjármálaráðuneytinu.

Það gat varla verið að þetta fólk sæi til þess að það færi að rofa til.


mbl.is Telur að Már eigi að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En hvað með falsanir og svik bankakerfisins í skjóli leiðbeininga Seðlabankans um ólöglegar reikniaðferðir verðtryggingar og færslu gengistryggðra lán sem gjaldeyris?

Bæði þessi lögbrot eru enn við lýði og ekki hefur Már sýnst vilja bæta úr því. Við virðumst hafa skipt úr glæpamönnum fyrir aðra glæpamenn!

Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2011 kl. 20:48

2 identicon

Og hvenær var Jóhanna "kommi"?  Hún hefur verið í nokkrum vinstriflokkum í rúm 30 ár en ég held að hún hafi aldrei talið sig sem "komma".  Ég held að fullt af fólki vinstra megin við miðju yrði reitt ef það væri titlað kommúnistar, þó Már hafi verið yfirlýstur sem slíkur.

"Já, það kann ekki góðri lukku að stýra þegar fyrrverandi kommi í Seðlabankanum hittir fyrrverandi komma í stól forsætisráðherra og núverandi komma í fjármálaráðuneytinu.  Það gat varla verið að þetta fólk sæi til þess að það færi að rofa til."

Án þess að ég færi að verja ríkisstjórn eða Seðlabankann þá finnst mér þessi orð bera vott um dálitla fordóma hjá þér.

Skúli (IP-tala skráð) 18.8.2011 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband