Laun leikskólakennara og grunnskólakennara þau sömu 2006. Hvers vegna ekki 2011?

Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna allt stefnir í verkfall leikskólakennara á mánufdaginn. Sömu menntunar er krafist af grunnsólakennara og leikskólakennara. Sömu laun voru hjá þessum báðum  starfstéttum árið 2006. Nú eru leiksólakennarar með 12% lægri laun. Það er ekkert til sem réttlætir þennan mun.

Sveitarfélögin hafa engin rök til að hafna kröfu leikskólakennara.


mbl.is „Við erum engu nær“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einu rökin sem þeir hafa að vísu er að peningurinn er ekki til. En það er frekar léleg afsökun.

Sennilega er eina leiðin að hækka gjaldskrá leikskólanna.

Einhver benti á að það kosti 2000 kr á barn á mánuði að fjármagna þessar launahækkanir.

Ég á barn í leikskóla og annað sem er að hefja grunnskólagöngu. Mér sýnist umtalsvert dýrara að vera með barn í grunnskóla en leikskóla og því myndi ég sætta mig þá niðurstöðu að koma til móts við launahækkanir leikskólakennara.

Tryggvi (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 15:07

2 identicon

Einnig er fáránlegt að leikskólakennara, í raun í grunndvelli með sömu menntun og grunnskólakennarar, skuli ekki einfaldlega vera af sömu stétt.

Hver er tilgángurinn með að vera í ólíkum stéttarfélögum, hjá í raun, sama vinnuveitanda.

Jonsi (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 21:18

3 Smámynd: Landfari

Þetta gildir líka um tónlistarkennara og fleiri sem hafa ekki sömu laun fyrir jafn langa og jafnvel lengri menntun.

En af hverju þarf ljósmóðir 6 ára háskólanám og leikskólakenari 4 ára háskólanám. Það er mér fyrirmunað að skilja

Það er auðvitað mjög gott að aðgang að vel menntuðu fagfólki á leikskólum sem annars staðar það þurfa ekki allir starfsmenirnir að hafa þessa menntun. Menntunin ein og sér segir heldur ekkert um gæði starfsins sem fram fer. Það fer meira eftir einstaklingunum sem sinna starfinu. Góð laun auðvelda náttúrulega að fá gott fólk til starfa en við höfum líka horft uppá að færum einstaklingum er sagt upp þessum störfum vegna þess að rétt menntaður einstaklingur sótti um.

Ég er bara ekki alveg að sjá hvernig hægt er að gera enn betur fyrir einstaka hópa núna þegar nýbúið er að gera óraunhæfa almenna samninga. Þegar ég segi óraunhæfa þá meina ég fyrir þá sem vinna hjá þeim sem hafa ekki tekjur í erlendum gjaldeyri.

Hér hefð verið mikið heppilegra af leiðin hans Villhjálms á Akranesi hefði verið farin heldur en sú sem ASÍ fór og er ekki að skila okkur neinu nema hækkuðum íbúðaskuldum og færri bæjarstarfsmönnum innan tiltölulega skamms tíma.

Landfari, 19.8.2011 kl. 22:51

4 identicon

Afhverju eru þið að blogga hér um óréttlætið, endilega stofnið síðu á Facebook eða þar sem ykkar athugasemdir eru lesnar !!!!

Ég væri tilbúið að stofna síðu hjá mér, en þarf bara smá hvatningu um það....

sú síða væri opin fyrir alla á Facebook enda er það mun víðlesnara en þessar litlu ræfilssíður hérna á blogginu !

Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2011 kl. 23:45

5 identicon

Sæll Sigurður

Fjármálaráðherra hefur mesta ábyrgð gagnvart sínu starfsfólki og launakjörum þess og þegar hann klauf tollverði frá lögreglumönnum sem hafa haft sömu launatöflu í mörg ár flaut út úr bollanum. Lögreglumenn hafa ekki haft gildan samning í 260 daga??

Sama á við leikskólakennara það verður einhver æðsti yfirmaður launamála ríkis og sveitarfélaga að víkja úr starfi fyrir svona vinnubrögð.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband