Fellir Þráinn vinstri stjórnina eða ?

Þráinn Bertelsson hefur hótað því að styðja fjárlögin ekki nema Kvikmyndaskólinn fái aukið rekstrarfé. Nú hefur ráðuneytið og fleiri gefið út að skólinn fái ekki meiri peninga. Þráinn segist standa við sín orð. Það má því reikna með að samkvæmt þessi sé vinstri stjórnin fallin. Ríkisstjórn sem ekki kemur fjárlögum í gegn er fallin.

Reyndar held ég að þjóðin verði ekki svo heppin að losna við vinstri stjórnina. Jóhanna er þegar farin að gefa út yfirlýsingar þvert á allar úttektir að Kvikmyndaskólinn fái aukið fjármagn. Hún er tilbúinn að greiða fyrir atkvæði Þráins.

Einnig gæti svo farið að Siv og Guðmundur Steingrímsson sæju þarna gott tækifæri til að stimpla sig með Samfylkingunni og bjarga ríkisstjórninni frá falli. Eins og kunnugt er hafa þau verið í andstöðu við foruystu Framsóknarflokksins. Reyndar er Guðmundur Samfylkingarmaður þótt hann klæðist Framsóknargærunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hér skrifað af mikilli vankunnáttu. Atkvæði Þráins skiptir engu máli við afgreiðslu fjárlaga. Áratuga hefð er fyrir því að stjórnarandstaða sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga. 5, 10, 15 atkvæði duga ágætlega til að fá fjárlög samþykkt. Þráinn hefur hvergi hótað því að fella ríkisstjórnina!

Björn Birgisson, 21.8.2011 kl. 15:15

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ríkisstjórn sem hefur ekki meirihluta fyrir sínum fjárlögum getur ekki setið áfram.

Sigurður Jónsson, 21.8.2011 kl. 16:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í nágrannalöndum okkar er ekki litið á fjárlög sem úrslitaatriði um það hvort ríkisstjórnir sitji, heldur er í gangi mikið samráð um gerð þeirra, enda stundum um minnihlutastjórnir að ræða.  Hér á landi hefur á svipaðan hátt verið hefð fyrir því að stjórnarandstaðan sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga.

Fordæmi fyrir því sem nú er að gerast var í gangi fyrir þrjátíu árum þegar Guðrún Helgadóttir gerði mál landflótta Frakka, Patreks Gervasoni, að úrslitaatriði fyrir stuðningi sína við ríkisstjórnina. 

Ef Þráinn Bertelsson getur ekki sætt sig við afgreiðslu á málefnum Kvikmyndaskóla Íslands getur hann gert það að úrslitaatriði um stuðning sinn við stjórnina. Það myndi þýða að vantrausttillaga á stjórnina myndi falla á jöfnum atkvæðum. 

Ómar Ragnarsson, 21.8.2011 kl. 18:59

4 identicon

Jóhann og Steingrímur munu kaupa Þráinn úr snörunni - það er alveg klárt mál.

Þau elska stólan meira en svo, að þau láti þetta verða að stjórnarsliti - þau hafa svo oft gengið á bak orða sinna, að eín svik í viðbót - breyta engu !!!!!!!!!!

Magnús Jónasson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 08:51

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega má segja að hefð hafi myndast fyrir því að stjórnarandstaðan sitji hjá við afgreiðslu fjárlaga, en það engan veginn hægt að treysta á slíka afgreiðslu.

Við skulum ekki gleima 48. grein í gildandi stjórnarskrá, auk þess sem að svo fáráðnleg geta fjárlög orðið að ekki verði hjá setið. Fjárlög síðasta árs voru nærri því að vera utan skynsamlegra marka og ef fram fer sem horfir og fjármálaráðherra hefur boðað, er ljóst að næstu fjárlög muni fara langt yfir þau mörk!

Því er nauðsynlegt fyrir sitjandi ríkisstjórn að tryggja sér öruggann meirihluta fyrir fjárlögum áður en þau eru lögð fyrir þingið. Ekki er hægt að treysta á einhverja hefð sem engin lagabókstafur er fyrir.

Þennan stuðning mun ríkisstjórn Jóhönnu tryggja sér, þó það kosti fé til handa gæluverkefni Þráins og hugsanlega til gæluverkefna einhverra annara þingmanna einnig. Enn eru nokkrir mánuðir til afgreiðslu fjárlaga á þingi og ljóst að ef Þránni tekst sitt ætlunarverk munu fleiri stjórnarþingmenn hugsa sér gott til glóðarinnar!

Þó Þráinn sé nokkuð fyrir utan eðlilega skynsemi í hugsun sinni er fráleitt að ætla að hann sé eini stjórnarþingmaðurinn sem hugsar fyrst um sig áður en að þjóðinni kemur!!

Gunnar Heiðarsson, 22.8.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband